Hugsanlegt að Icesave-deila hafi áhrif á niðurstöðu IMF 6. nóvember 2008 10:53 Hugsanlegt er að deilan við Breta og Hollendinga um Icesave-reikninga Landsbankans hafi áhrif á niðurstöðu stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán til Íslendinga. Þetta sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á því að stjórnvöld vildu ekki greina frá skilmálum samkomulags við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hafðar hefðu verið uppi getgátur um að í samkomulaginu fælist að gengið yrði frá samkomulagi við Breta og Hollendinga vegna Icesave en því hefðu stjórnvöld vísað á bug.Árni Þór vísaði hins vegar til fundar þingmannanefndar EFTA í Brussel fyrr í vikunni þar sem fram hefði komið að sum aðildarríki nefndarinnar vildu tengja lán sjóðsins við samkomulag við Breta. Þá hefði Barroso, framkvæmdastjóri ESB, sagt Geir H. Haarde forsætisráðherra að Íslendingar gætu fengið lán úr neyðarsjóði ESB gegn því að ganga til samninga við Breta og Hollendinga. Þetta væri að mati Árni fjárkúgun enda væri verið að selja Bretum og Hollendingum sjálfdæmi í málinu.Spurði hann ráðherra hver staðan væri í þessum málum og hvers vegna því hefði verið haldið fram að engin tengsl væru á milli samkomulags um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lausn deilnanna við Breta og Hollendinga.Ekkert í samkomulagi við IMF um lausn deilumálaÁrni Mathiesen fjármálaráðherra sagði að í samkomulagi sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán væru engin skilyrði um lasun í einstökum deilumálum. Því væri hins vegar þannig farið að Bretar og Hollendingar ættu sæti í stjórn sjóðsins og hún ætti erftir að fjalla um samkomulag sendinefndarinnar og Íslendinga. Það mætti því segja að þjóðirnar gætu haft tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri sem gæti haft áhrif á hver þeirra afstaða yrði í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mögulegt væri að þetta hefði áhrif á niðurstöðu sjóðsins.Árni Þór Sigurðsson sagði að best væri að stjórnvöld afléttu leynd af samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann benti á að fjármálaráðherra hefði ekki svarað því hvað hefði verið rætt á fundi fjármálaráðherra EES-ríkjanna fyrr í vikunni en á heimasíðu ráðsins hefði komið fram að rætt hefði verið um stöðu Íslands lengi.Fjármálaráðherra sagðist skilja að þingmaðurinn vildi upplýsingar um þetta en hins vegar væri það bara þannig að það væri trúnaður á ákveðnum þáttum, þar á meðal samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og einstökum fundum. Hann teldi það ekki farsælli lausn til framdráttar ef Íslendingar myndu einhliða aflétta trúnaði af einstökum málum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hugsanlegt er að deilan við Breta og Hollendinga um Icesave-reikninga Landsbankans hafi áhrif á niðurstöðu stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán til Íslendinga. Þetta sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á því að stjórnvöld vildu ekki greina frá skilmálum samkomulags við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hafðar hefðu verið uppi getgátur um að í samkomulaginu fælist að gengið yrði frá samkomulagi við Breta og Hollendinga vegna Icesave en því hefðu stjórnvöld vísað á bug.Árni Þór vísaði hins vegar til fundar þingmannanefndar EFTA í Brussel fyrr í vikunni þar sem fram hefði komið að sum aðildarríki nefndarinnar vildu tengja lán sjóðsins við samkomulag við Breta. Þá hefði Barroso, framkvæmdastjóri ESB, sagt Geir H. Haarde forsætisráðherra að Íslendingar gætu fengið lán úr neyðarsjóði ESB gegn því að ganga til samninga við Breta og Hollendinga. Þetta væri að mati Árni fjárkúgun enda væri verið að selja Bretum og Hollendingum sjálfdæmi í málinu.Spurði hann ráðherra hver staðan væri í þessum málum og hvers vegna því hefði verið haldið fram að engin tengsl væru á milli samkomulags um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lausn deilnanna við Breta og Hollendinga.Ekkert í samkomulagi við IMF um lausn deilumálaÁrni Mathiesen fjármálaráðherra sagði að í samkomulagi sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lán væru engin skilyrði um lasun í einstökum deilumálum. Því væri hins vegar þannig farið að Bretar og Hollendingar ættu sæti í stjórn sjóðsins og hún ætti erftir að fjalla um samkomulag sendinefndarinnar og Íslendinga. Það mætti því segja að þjóðirnar gætu haft tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri sem gæti haft áhrif á hver þeirra afstaða yrði í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mögulegt væri að þetta hefði áhrif á niðurstöðu sjóðsins.Árni Þór Sigurðsson sagði að best væri að stjórnvöld afléttu leynd af samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann benti á að fjármálaráðherra hefði ekki svarað því hvað hefði verið rætt á fundi fjármálaráðherra EES-ríkjanna fyrr í vikunni en á heimasíðu ráðsins hefði komið fram að rætt hefði verið um stöðu Íslands lengi.Fjármálaráðherra sagðist skilja að þingmaðurinn vildi upplýsingar um þetta en hins vegar væri það bara þannig að það væri trúnaður á ákveðnum þáttum, þar á meðal samkomulaginu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og einstökum fundum. Hann teldi það ekki farsælli lausn til framdráttar ef Íslendingar myndu einhliða aflétta trúnaði af einstökum málum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira