Erlent

Flensa í Hong Kong í rannsókn

Guðjón Helgason skrifar
Skólabörn í Hong Kong með grímur til að verjast flensu.
Skólabörn í Hong Kong með grímur til að verjast flensu. MYND/AP

Yfirvöld í Hong Kong hafa falið helstu vísindamönnum sínum að rannsaka flensu sem hefur dregið 3 börn þar til dauða. Ekki er vitað hvort hér er um ræða afbrigði af bráðalungnabólgu eða fuglaflensu - sem hefur aftur gert vart við sig í Hong Kong.

2 stúlkur, 2 og 3 ára, veiktust í síðustu viku og létust skömmu síðar. 7 ára drengur veiktist um síðustu helgi og lést á sjúkrahúsi í gær. Ekki er vitað hvaða afbrigði flensu um er að ræða. 5 skólafélagar drengsins liggja veikir á sjúkrahúsi og óttast um líf þeirra. 6 önnur tilfelli hafa einnig greinst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×