Langþreyttir á ástandinu inni á Kleppi 12. mars 2008 19:14 Tregða í kerfinu veldur því að tugir einstaklinga dvelja að óþörfu inni á Kleppsspítala segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir menn langþreytta á ástandinu inni á Kleppi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi greindum við frá því að ekki er hægt að útskrifa 50 einstaklinga sem lokið hafa meðferð á endurhæfingardeild Landspítalans að Kleppi vegna skorts á félagslegum leiguíbúðum. Hátt í 700 manns eru á biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík og hafa þessir einstaklingar sem um ræðir ekki efni á að fara á almennan leigumarkað. Árið 2005 var farið í átak í uppbyggingu á búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða á vegum félagsmálaráðuneytisins þar sem útvega átti 160 íbúðir fram til ársins 2010. Einum milljarði af söluandvirði Símans var ráðstafað í verkefnið auk þess sem Framkvæmdastjóður Fatlaðra lagði til hálfan milljarð. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu er verkefnið á áætlun og hafa um 80 íbúðir þegar verið teknar í notkun. Hins vegar hefur gengið erfiðlega að útvega íbúðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin á búsetuúrræðum er hvað mest. Í samtali við Fréttastofu segir Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, að þar á bæ séu menn orðnir langþreyttir á ástandinu. Hann segir að þeir einstaklingar sem fastir eru að Kleppi séu mjög veikir einstaklingar sem þurfi á umönnun að halda allan sólarhringinn og að aðstaða þeirra sé síst til þess fallin að bæta heilsu þeirra. Sveinn segir að fréttir af skorti á búsetuúrræðum séu í sjálfu sér ekki nýjar fréttir, en þær séu staðfesting á samskiptaörðugleikum innan stjórnkerfisins. Síðan verkefni félagsmálaráðuneytisins var hrundið af stað hafa fjórir ráðherrar gegnt stöðu félagsmálaráðherra og segir Sveinn að þessi hringlandaháttur sé síst til þess fallinn að bæta ástandið. Segist hann þó vilja gefa núverandi ráðherra ráðrúm til að koma með tillögur til úrbóta. Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Tregða í kerfinu veldur því að tugir einstaklinga dvelja að óþörfu inni á Kleppsspítala segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir menn langþreytta á ástandinu inni á Kleppi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi greindum við frá því að ekki er hægt að útskrifa 50 einstaklinga sem lokið hafa meðferð á endurhæfingardeild Landspítalans að Kleppi vegna skorts á félagslegum leiguíbúðum. Hátt í 700 manns eru á biðlista eftir félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík og hafa þessir einstaklingar sem um ræðir ekki efni á að fara á almennan leigumarkað. Árið 2005 var farið í átak í uppbyggingu á búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða á vegum félagsmálaráðuneytisins þar sem útvega átti 160 íbúðir fram til ársins 2010. Einum milljarði af söluandvirði Símans var ráðstafað í verkefnið auk þess sem Framkvæmdastjóður Fatlaðra lagði til hálfan milljarð. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu er verkefnið á áætlun og hafa um 80 íbúðir þegar verið teknar í notkun. Hins vegar hefur gengið erfiðlega að útvega íbúðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörfin á búsetuúrræðum er hvað mest. Í samtali við Fréttastofu segir Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, að þar á bæ séu menn orðnir langþreyttir á ástandinu. Hann segir að þeir einstaklingar sem fastir eru að Kleppi séu mjög veikir einstaklingar sem þurfi á umönnun að halda allan sólarhringinn og að aðstaða þeirra sé síst til þess fallin að bæta heilsu þeirra. Sveinn segir að fréttir af skorti á búsetuúrræðum séu í sjálfu sér ekki nýjar fréttir, en þær séu staðfesting á samskiptaörðugleikum innan stjórnkerfisins. Síðan verkefni félagsmálaráðuneytisins var hrundið af stað hafa fjórir ráðherrar gegnt stöðu félagsmálaráðherra og segir Sveinn að þessi hringlandaháttur sé síst til þess fallinn að bæta ástandið. Segist hann þó vilja gefa núverandi ráðherra ráðrúm til að koma með tillögur til úrbóta.
Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira