Viðskipti innlent

Krónan styrkist eftir mikla veikingu

Gengi íslensku krónunnar hefur hækkað um 0,5 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í 162,8 stigum. Gengið lækkaði nokkuð í síðustu viku, þar af féll það um tvö prósent á föstudag. Bandaríkjadalur er þessu samkvæmt kominn úr tæplega sex ára hámarki og kostar nú 87,2 krónur. Ein evra kostar 124 krónur, eitt breskt pund 153,8 krónur og ein dönsk króna 16,6 íslenskar krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×