FME segir óháða sérfræðinga komna í rannsóknarvinnu 5. nóvember 2008 15:36 Fjármálaeftirlitið (FME) segir að hafin sé rannsóknarvinna óháðra sérfræðinga sem skilanefndir bankanna hafi fengið til liðs við sig vegna tilmæla frá FME. Vegna umræðu sem átt hefur sér stað um möguleg lögbrot í starfsemi fjármálafyrirtækja hefur FME birt eftirfarandi texta á vefsíðu sinni. „Fjármálaeftirlitið rannsakar nú ákveðna þætti í kjölfar og í aðdraganda þeirra atburða sem átt hafa sér stað á íslenskum fjármálmarkaði undanfarið. Rannsóknir Fjármáleftirlitsins beinast m.a. að því að skoða hvort brotið hafi verið gegn þeim lögum sem það hefur eftirlit með. Þannig er verið er að rannsaka viðskipti með hlutabréf, í aðdraganda þess að stóru bankarnir þrír lentu í erfiðleikum. Rannsóknir á viðskiptum með hlutabréf er hluti af eðlilegu ferli og verklagi hjá Fjármáleftirlitinu sem viðhaft er þegar miklar breytingar verða á markaði. Einnig er hafin rannsóknarvinna óháðra sérfræðinga sem skilanefndir bankanna þriggja hafa fengið til verksins á grundvelli tilmæla frá Fjármálaeftirlitinu. Um er að ræða umfangsmikla skoðun sem Fjármálaeftirlitið fylgist með. Vinna þessi miðar að því að skoða hvort vikið hafi verið frá innri reglum bankanna, lögum og reglum um starfsemi fjármálafyrirtækja, lögum um verðbréfaviðskipti, almennum hegningarlögum, svo og öðrum réttarheimildum sem varðað geta háttsemi þeirra einstaklinga og lögaðila sem athugunin beinist gegn. Gruni hina óháðu sérfræðinga að um brot á lögum sé að ræða er hlutverk þeirra m.a. að gera Fjármálaeftirlitinu viðvart. Fjármálaeftirlitið mun þá rannsaka málið frekar. Ef um lögbrot er að ræða getur málinu lokið hjá Fjármálaeftirlitinu t.d. með álagningu stjórnvaldssekta, en ef brot eru meiriháttar vísar eftirlitið málinu til lögreglu. Að auki má nefna að Fjármálaeftirlitið hefur nú þegar gripið til ýmissa annarra úrræða og ráðstafana t.d. stuðlað að varðveislu gagna. Þá hefur Fjármálaeftirlitinu borist ýmsar ábendingar og eru þær skoðaðar sérstaklega. Rétt er að taka fram að rannsókn af þessu tagi þarf að vanda sérstaklega. Rannsóknir á sviði fjármálaréttar eru flóknar og oft umfangsmikilar og krefjast ítarlegrar gagnaöflunar. Þær taka því oft nokkurn tíma. Verði komist að þeirri niðurstöðu í einstökum málum, að brot hafi átt sér stað, mun verða gripið til viðeigandi aðgerða." Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) segir að hafin sé rannsóknarvinna óháðra sérfræðinga sem skilanefndir bankanna hafi fengið til liðs við sig vegna tilmæla frá FME. Vegna umræðu sem átt hefur sér stað um möguleg lögbrot í starfsemi fjármálafyrirtækja hefur FME birt eftirfarandi texta á vefsíðu sinni. „Fjármálaeftirlitið rannsakar nú ákveðna þætti í kjölfar og í aðdraganda þeirra atburða sem átt hafa sér stað á íslenskum fjármálmarkaði undanfarið. Rannsóknir Fjármáleftirlitsins beinast m.a. að því að skoða hvort brotið hafi verið gegn þeim lögum sem það hefur eftirlit með. Þannig er verið er að rannsaka viðskipti með hlutabréf, í aðdraganda þess að stóru bankarnir þrír lentu í erfiðleikum. Rannsóknir á viðskiptum með hlutabréf er hluti af eðlilegu ferli og verklagi hjá Fjármáleftirlitinu sem viðhaft er þegar miklar breytingar verða á markaði. Einnig er hafin rannsóknarvinna óháðra sérfræðinga sem skilanefndir bankanna þriggja hafa fengið til verksins á grundvelli tilmæla frá Fjármálaeftirlitinu. Um er að ræða umfangsmikla skoðun sem Fjármálaeftirlitið fylgist með. Vinna þessi miðar að því að skoða hvort vikið hafi verið frá innri reglum bankanna, lögum og reglum um starfsemi fjármálafyrirtækja, lögum um verðbréfaviðskipti, almennum hegningarlögum, svo og öðrum réttarheimildum sem varðað geta háttsemi þeirra einstaklinga og lögaðila sem athugunin beinist gegn. Gruni hina óháðu sérfræðinga að um brot á lögum sé að ræða er hlutverk þeirra m.a. að gera Fjármálaeftirlitinu viðvart. Fjármálaeftirlitið mun þá rannsaka málið frekar. Ef um lögbrot er að ræða getur málinu lokið hjá Fjármálaeftirlitinu t.d. með álagningu stjórnvaldssekta, en ef brot eru meiriháttar vísar eftirlitið málinu til lögreglu. Að auki má nefna að Fjármálaeftirlitið hefur nú þegar gripið til ýmissa annarra úrræða og ráðstafana t.d. stuðlað að varðveislu gagna. Þá hefur Fjármálaeftirlitinu borist ýmsar ábendingar og eru þær skoðaðar sérstaklega. Rétt er að taka fram að rannsókn af þessu tagi þarf að vanda sérstaklega. Rannsóknir á sviði fjármálaréttar eru flóknar og oft umfangsmikilar og krefjast ítarlegrar gagnaöflunar. Þær taka því oft nokkurn tíma. Verði komist að þeirri niðurstöðu í einstökum málum, að brot hafi átt sér stað, mun verða gripið til viðeigandi aðgerða."
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira