FME segir óháða sérfræðinga komna í rannsóknarvinnu 5. nóvember 2008 15:36 Fjármálaeftirlitið (FME) segir að hafin sé rannsóknarvinna óháðra sérfræðinga sem skilanefndir bankanna hafi fengið til liðs við sig vegna tilmæla frá FME. Vegna umræðu sem átt hefur sér stað um möguleg lögbrot í starfsemi fjármálafyrirtækja hefur FME birt eftirfarandi texta á vefsíðu sinni. „Fjármálaeftirlitið rannsakar nú ákveðna þætti í kjölfar og í aðdraganda þeirra atburða sem átt hafa sér stað á íslenskum fjármálmarkaði undanfarið. Rannsóknir Fjármáleftirlitsins beinast m.a. að því að skoða hvort brotið hafi verið gegn þeim lögum sem það hefur eftirlit með. Þannig er verið er að rannsaka viðskipti með hlutabréf, í aðdraganda þess að stóru bankarnir þrír lentu í erfiðleikum. Rannsóknir á viðskiptum með hlutabréf er hluti af eðlilegu ferli og verklagi hjá Fjármáleftirlitinu sem viðhaft er þegar miklar breytingar verða á markaði. Einnig er hafin rannsóknarvinna óháðra sérfræðinga sem skilanefndir bankanna þriggja hafa fengið til verksins á grundvelli tilmæla frá Fjármálaeftirlitinu. Um er að ræða umfangsmikla skoðun sem Fjármálaeftirlitið fylgist með. Vinna þessi miðar að því að skoða hvort vikið hafi verið frá innri reglum bankanna, lögum og reglum um starfsemi fjármálafyrirtækja, lögum um verðbréfaviðskipti, almennum hegningarlögum, svo og öðrum réttarheimildum sem varðað geta háttsemi þeirra einstaklinga og lögaðila sem athugunin beinist gegn. Gruni hina óháðu sérfræðinga að um brot á lögum sé að ræða er hlutverk þeirra m.a. að gera Fjármálaeftirlitinu viðvart. Fjármálaeftirlitið mun þá rannsaka málið frekar. Ef um lögbrot er að ræða getur málinu lokið hjá Fjármálaeftirlitinu t.d. með álagningu stjórnvaldssekta, en ef brot eru meiriháttar vísar eftirlitið málinu til lögreglu. Að auki má nefna að Fjármálaeftirlitið hefur nú þegar gripið til ýmissa annarra úrræða og ráðstafana t.d. stuðlað að varðveislu gagna. Þá hefur Fjármálaeftirlitinu borist ýmsar ábendingar og eru þær skoðaðar sérstaklega. Rétt er að taka fram að rannsókn af þessu tagi þarf að vanda sérstaklega. Rannsóknir á sviði fjármálaréttar eru flóknar og oft umfangsmikilar og krefjast ítarlegrar gagnaöflunar. Þær taka því oft nokkurn tíma. Verði komist að þeirri niðurstöðu í einstökum málum, að brot hafi átt sér stað, mun verða gripið til viðeigandi aðgerða." Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) segir að hafin sé rannsóknarvinna óháðra sérfræðinga sem skilanefndir bankanna hafi fengið til liðs við sig vegna tilmæla frá FME. Vegna umræðu sem átt hefur sér stað um möguleg lögbrot í starfsemi fjármálafyrirtækja hefur FME birt eftirfarandi texta á vefsíðu sinni. „Fjármálaeftirlitið rannsakar nú ákveðna þætti í kjölfar og í aðdraganda þeirra atburða sem átt hafa sér stað á íslenskum fjármálmarkaði undanfarið. Rannsóknir Fjármáleftirlitsins beinast m.a. að því að skoða hvort brotið hafi verið gegn þeim lögum sem það hefur eftirlit með. Þannig er verið er að rannsaka viðskipti með hlutabréf, í aðdraganda þess að stóru bankarnir þrír lentu í erfiðleikum. Rannsóknir á viðskiptum með hlutabréf er hluti af eðlilegu ferli og verklagi hjá Fjármáleftirlitinu sem viðhaft er þegar miklar breytingar verða á markaði. Einnig er hafin rannsóknarvinna óháðra sérfræðinga sem skilanefndir bankanna þriggja hafa fengið til verksins á grundvelli tilmæla frá Fjármálaeftirlitinu. Um er að ræða umfangsmikla skoðun sem Fjármálaeftirlitið fylgist með. Vinna þessi miðar að því að skoða hvort vikið hafi verið frá innri reglum bankanna, lögum og reglum um starfsemi fjármálafyrirtækja, lögum um verðbréfaviðskipti, almennum hegningarlögum, svo og öðrum réttarheimildum sem varðað geta háttsemi þeirra einstaklinga og lögaðila sem athugunin beinist gegn. Gruni hina óháðu sérfræðinga að um brot á lögum sé að ræða er hlutverk þeirra m.a. að gera Fjármálaeftirlitinu viðvart. Fjármálaeftirlitið mun þá rannsaka málið frekar. Ef um lögbrot er að ræða getur málinu lokið hjá Fjármálaeftirlitinu t.d. með álagningu stjórnvaldssekta, en ef brot eru meiriháttar vísar eftirlitið málinu til lögreglu. Að auki má nefna að Fjármálaeftirlitið hefur nú þegar gripið til ýmissa annarra úrræða og ráðstafana t.d. stuðlað að varðveislu gagna. Þá hefur Fjármálaeftirlitinu borist ýmsar ábendingar og eru þær skoðaðar sérstaklega. Rétt er að taka fram að rannsókn af þessu tagi þarf að vanda sérstaklega. Rannsóknir á sviði fjármálaréttar eru flóknar og oft umfangsmikilar og krefjast ítarlegrar gagnaöflunar. Þær taka því oft nokkurn tíma. Verði komist að þeirri niðurstöðu í einstökum málum, að brot hafi átt sér stað, mun verða gripið til viðeigandi aðgerða."
Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira