Markahrókurinn Filippo Inzaghi hefur framlengt samning sinn við AC Milan um eitt ár og er því samningsbundinn félaginu til ársins 2010.
Gamli samningur framherjans hefði runnið út í lok þessarar leiktíðar og því hefði hann geta samið við annað félag í janúar.
"Pippo" hefur verið hjá Milan síðan árið 2001 þegar hann kom til félagsins frá Juventus, en hann hefur tvívegis unnið Meistaradeildina með félaginu og einu sinni orðið Ítalíumeistari.