Landsbankinn selur Merrion Capital

Stjórn írska verðbréfafyrirtækisins Merrion Capital hefur keypt hlut Landsbankans í fyrirtækinu. Kaupverð er ekki gefið upp, að sögn írska dagblaðsins Independent. Landsbankinn keypti fyrst hlut í verðbréfafyrirtækinu árið 2005 og jók við sig upp frá því. Hlutur Landsbankans nemur nú 84 prósentum. Til stóð að Straumur keypti erlenda starfsemi Landsbankans á Bretlandseyjum, þar á meðal Merrion, um mánaðamótin síðustu fyrir 380 milljónir evra. Þeim samningi var rift á föstudag eftir að Landsbankinn fór í þrot og þjóðnýttur.