Viðskipti innlent

Hávaxtamyntir fengu skell

Evrur hafa aldrei verið dýrari en í dag eftir fall krónunnar.
Evrur hafa aldrei verið dýrari en í dag eftir fall krónunnar.
Fátt liggur fyrir um skell krónunnar í dag annað en hugsanlegt fall hávaxtamynta. Seðlabankinn segir fáar skýringar á fallinu en Glitnir segir hávaxtamyntir hafa fengið skell. „Sumar hávaxtamyntir hafa verið að fá á baukinn í dag, þetta gæti verið hluti af því," segir Jón Bjarki Bentson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, um skyndilegt fall krónunnar í dag. „Hjá okkur liggja ekki fyrir neinar upplýsingar sem skýra þessar hreyfingar gengisins,“ segir Eiríkur Guðnason, einn af bankastjórum Seðlabankans. Krónan féll um 2,7 prósent í enda dags eftir styrkingu framanaf degi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×