Hagnaður Alcoa dróst saman en yfir væntingum 8. júlí 2008 21:14 Alain Belda, forstjóri Alcoa. Mynd/AFP Bandaríski álrisinn Alcoa, sem rekur álverið á Reyðarfirði, hagnaðist um 546 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 42 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en hagnaðurinn nam 715 milljónum dala á sama tíma í fyrra. Sé hagnaðurinn brotinn upp nam hann 66 sentum á hlut nú samanborið við 81 sent í fyrra. Þótt hagnaðurinn hafi dregist saman á milli ára er þetta engu að síður tveimur sentum yfir meðalspá greininga fréttastofu Reuters. Tekjur álrisans á tímabilinu námu 7,6 milljörðum dala samanborið við 8,07 dali í fyrra. Það er jafnframt meira en spáð hafði verið. Hár rekstrarkostnaður dró úr hagnaði félagsins en hátt álverð á tímabilinu hífði hann upp á móti, að sögn Reuters. Líkt og fyrri ár er uppgjör Alcoa það fyrsta sem skilar sér í hús og merkir það að uppgjörshrinan vestanhafs fyrir afkomu þarlendra fyrirtækja á öðrum ársfjórðungi er hafin. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski álrisinn Alcoa, sem rekur álverið á Reyðarfirði, hagnaðist um 546 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 42 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en hagnaðurinn nam 715 milljónum dala á sama tíma í fyrra. Sé hagnaðurinn brotinn upp nam hann 66 sentum á hlut nú samanborið við 81 sent í fyrra. Þótt hagnaðurinn hafi dregist saman á milli ára er þetta engu að síður tveimur sentum yfir meðalspá greininga fréttastofu Reuters. Tekjur álrisans á tímabilinu námu 7,6 milljörðum dala samanborið við 8,07 dali í fyrra. Það er jafnframt meira en spáð hafði verið. Hár rekstrarkostnaður dró úr hagnaði félagsins en hátt álverð á tímabilinu hífði hann upp á móti, að sögn Reuters. Líkt og fyrri ár er uppgjör Alcoa það fyrsta sem skilar sér í hús og merkir það að uppgjörshrinan vestanhafs fyrir afkomu þarlendra fyrirtækja á öðrum ársfjórðungi er hafin.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira