Viðskipti erlent

Olíuverðið ekki lægra síðan í júní

Olíuborpallur.
Olíuborpallur.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu féll um sex dali og situr nú í tæpum 136 dölum á tunnu. Verðið hefur fallið um 10 dali síðan það snerti methæðir í síðustu viku.

Þá fór verðið í tæpa 146 dali á tunnu.

Verðið nú hefur ekki verið lægra síðan seint í síðasta mánuði.

Verð á Brent-Norðursjávarolíu lækkaði um rúma sex dali og stendur nú í 135,8 dölum á tunnu.

Styrking á gengi bandaríkjadals og minni hætta á að olíuframleiðsla stöðvist af völdum fellibylja frá Atlantshafi skiptir mestu um verðlækkunina nú.

Bandaríska orkumálaráðuneytið birtir tölur um olíubirgðir í Bandaríkjunum á morgun. Sérfræðingar telja líkur á að hráolíubirgðir hafi dregist saman um 1,5 milljónir tunna en að eldsneytisbirgðir hafi aukist um 200 þúsund tunnur, að sögn fréttastofu Reuters.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×