Viðskipti innlent

Rauður dagur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Eimskipi og Teymi féll um rúmlega tólf prósent í Kauphöll Íslands í dag á afar rauðum degi. Einungis gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði lítillega en greint var frá því í dag að bræðurnir Moises og Mendi Gernter hefðu keypt tveggja prósenta hlut í bankanum fyrir 13,9 milljarða króna.

Gengi bréfa í Kaupþingi hækkaði um 0,8 prósent í dag.

Á sama tíma féll gengi 365 um 6,7 prósent og Icelandair um 6,2 prósent. Bréf SPRON féllum um 4,36 prósent og Bakkavarar um 2,99 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í hinum færeyska Eik banka, Landsbankanum, Existu, Straumi og Marel um rúmt prósent. Gengi bréfa í Össuri, Færeyjabanka, Atorku, Century Aluminum og Alfesca lækkaði minna.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,68 prósent og stendur hún í 4.482 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×