Tónlist

Heimstónlistin ómar

Hljómsveitin leikur heims­tónlist á Café Rosenberg á fimmtudagskvöld.
Hljómsveitin leikur heims­tónlist á Café Rosenberg á fimmtudagskvöld.
Hljómsveitin Bardukha kemur fram á tónleikum á Café Rósenberg við Klapparstíg kl. 21 á fimmtudagskvöld. Bardukha leikur margvíslega heimstónlist, en sú tónlistarstefna er sífellt að sækja í sig veðrið hér á landi. Nýir meðlimir hafa bæst í hljómsveitina; þeir Haukur Gröndal sem leikur á klarínett og fiðluleikarinn Matthías Stefánsson. Upprunalegir meðlimir Bardukha eru enn á sínum stað, Ástvaldur Traustason á harmóníku, Birgir Bragason á bassa og Steingrímur Guðmundsson á slagverk. Miðaverð á tónleikana er 500 kr. - vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×