Handbolti

Akureyri fékk skell á heimavelli

Akureyringar voru teknir í kennslustund í kvöld
Akureyringar voru teknir í kennslustund í kvöld

Topplið Akureyrar fékk stóran skell á heimavelli sínum í kvöld þegar það fékk Hauka í heimsókn. Hafnfirðingarnir höfðu sigur 34-22 eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik 15-10.

Þetta var sannarlega óvæntur stórsigur hjá Haukunum, en norðanmenn eru þó enn í efsta sæti deildarinnar þrátt fyrir þennan stóra skell.

Árni Sigtryggsson skoraði 7 mörk fyrir heimamenn.

Kári Kristjánsson skoraði 7 mörk fyrir Hauka og eir Einar Örn Jónsson, Sigurbergur Sveinsson og Andri Stefan skoruðu 6 mörk hver fyrir Haukana.

Akureyri hefur 12 stig í efsta sæti, en Valsmenn geta komist í toppsætið með sigri á Stjörnunni í næstu umferð. Valur hefur 11 stig í öðru sætinu og FH og Fram hafa 10 stig.

Nánari umfjöllun um leikinn kemur hér á Vísi í fyrramálið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×