Vandræði Tottenham halda áfram á öllum vígstöðvum og í kvöld tapaði liðið 2-0 fyrir Udinese á útivelli í Evrópukeppni félagsliða.
Udinese náði forystu í leiknum með marki Antonio Di Natala úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir klúður markvarðarins Heurelho Gomes í marki Tottenham.
Ekki vænkaðist hagur enska liðsins þegar miðjumaðurinn Jamie O´Hara var rekinn af leikvelli eftir að hafa fengið tvö gul spjöld á innan við mínútu.
Það var svo Simone Pepe sem tryggði ítalska liðinu verðskuldaðan sigur.