Innlent

Reyna að stinga af með bíla á kaupleigu

Reynt var að koma bíl úr landi með Norrænu en lögregla og starfsmenn skipsins komu í veg fyrir það.
Reynt var að koma bíl úr landi með Norrænu en lögregla og starfsmenn skipsins komu í veg fyrir það.

Borið hefur á því að erlendir ríkisborgarar með bíla á kaupleigusamningi hafi flutt þá með sér um leið og þeir yfirgefa landið.

Í tilkynningu frá Ríkilsögreglustjóra segir að slík háttsemi geti varðað við auðgunarbrotakafla hegningarlaga. Þar kemur einnig fram að fjármögnunarfyrirtæki hafi í síðustu viku leitað til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra eftir að hafa komist að því að nýlegar bifreiðar í eigu fyrirtækisins voru um borð í Norrænu á leið til Noregs og Danmerkur.

Alþjóðadeild tókst í samvinnu við norska ríkislögreglustjórann, lögregluna í Björgvin og skipstjóra Norrænu að koma í veg fyrir að bifreiðarnar gengju eigendum sínum úr greipum. Bifreiðarnar verða sendar aftur til Íslands með Norrænu.

Ríkislögreglustjóri hefur hvatt lögreglu- og tollstjóra til að auka eftirlit með málum sem þessum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×