Viðskipti innlent

Enn hækkar Össur

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur hækkaði um 5,82 prósent í Kauphöllinni í byrjun dags. Líkt og fram kom í Markaðnum í morgun eru hlutabréf Össurar þau einu sem hafa hækkað á árinu af þeim fyrirtækjum sem teljast til Úrvalsvísitölu-fyrirtækja. 

Gengi bréfa í Össuri höfðu þar til í gær hækkað um 1,2 prósent frá áramótum. Það sem næst kom á eftir - það er að segja hafði lækkað minnst - var Marel en gengi bréfa í fyrirtækinu hafði í gær fallið um 24,8 prósent frá áramótum.

Þá hafði gengi bréfa Össurar hækkað um rúm 10 prósent á einni viku.

Að Össuri undanskildum hækkaði gengi Færeyjabanka um 1,43 prósent, Icelandair um 0,75 prósent og Marel Food Systems um 0,39 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,77 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur hún í 658 stigum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×