

Heimsókn í Þúsaldarþorp
Þetta bankaútibú fer um fjarlæg sveitaþorp á sínum 4 x 4 og tryggir smábændum og athafnakonum aðgang að lánum og innistæðum. Til þessa hefur fólkið enga reynslu af bankaviðskiptum. Við hús í þorpinu voru tvær korngeymslur til einkanota. Önnur er nýmæli úr tágum og viðjum og lyft frá jöðru til að þurrka maísstönglana.
Eftir vinnslu er kornið sett í steypta hvelfingu á stærð við geymsluherbergi, þar rúmast 150 sekkir af mjöli. Hér eins og svo víða í Afríku rýrnar uppskera um 30-40 % vegna skemmda og skordýra sem éta frá fólkinu. Í næsta húsi var regnvatni safnað í þakrennur sem veittu vatninu beint í steyptan tank til að eiga yfir þurrkatímann og vökva akurinn.
Og svona hélt þetta áfram. Alls konar dæmi um framsæknar hugmyndir sem innleiddar eru í þessu Þúsaldarþorpi, sem kennt er við þróunarmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Á einum stað fiskitjörn bænda, á öðrum stað geitakofi fyrir bónda sem fékk þær gefnar til að hefja rækt; sami maður hafði notað gróða af aukinni uppskeru til að fjárfesta í smávöruverslun.
Þessi aukna uppskera fékkst eftir að bændum var gefinn áburður gegn því að leggja fram korn á móti í skólamáltíðir. Stór kornhlaða var í byggingu til að hægt væri að safna saman uppskeru smábænda og selja kaupmönnum í heildsölu, hver og einn þarf því ekki að fara langar leiðir á markað. Konur skiptast á að elda skólamáltíðir sem hafa fjölgað nemendum úr 400 í 500. Já, og meira að segja er komin heilsugæsla á svæðið. Allt í fullum gangi.
Draumur og veruleikiÞúsaldarþorpin eru hluti af þróunarátaki sem magir kenna við bandaríska hagfræðinginn Jeffrey Sachs, og hann myndi svo sannarlega ekki mótmæla því. Valin voru á annan tug þorpa í Malaví, Kenía, Eþíópíu og víðar og gerð að sýnishornum af því hvernig á að skjóta fátæku fólki fram á við með heildstæðu átaki. Grunnurinn er áburður og fræ til að stórauka uppskeru. Samtímis á að efla skóla, heilsugæslu og innviði. Sachs telur að fjárfesting sem nemur 110 dollurum á mann í hverju þorpi í fimm ár dugi til að koma málum í viðunandi horf til að leysa fólk úr fátæktargildru. Út frá hverju Þúsaldarþorpi á svo að þróa kjarna fleiri þorpa, og svo enn fleiri, þar til öll sveitaþorp Afríku eru orðin Þúsaldarþorp. Aðferðin á að breiðast út eins og eldur í sinu. Veruleikinn er sá að það tekur mun meiri tíma og peninga að koma þessu í kring en Sachs reiknar með.
Spurning um sjálfbærniAllir sem koma nálægt þróunarverkefnum spyrja um sjálfbærni. Hvað tekur við þegar fjárframlög hætta? Í þorpinu sem við skoðuðum er þessari spurningu svarað í bili með því að lengja fjárfestingatímabilið. Í þeim þorpum sem aðrir hafa fjallað um eru sömu ágallar. Tekjuaukinn sem á að skapast við innspýtingu af áburði, fræjum og sölukerfi stendur eftir því sem næst verður komist ekki undir allri fjárfestingunni. Í nokkur ár er ,,gullöld" en hvað tekur svo við? Steypta korngeymslan sem við sáum hjá einum bændanna kostar að jafnvirði 20 þúsunda íslenskra króna, sem er langt handan við kaupgetu almennra bænda. Samt væri fróðlegt að reikna það dæmi til enda hvort svona geymslur gætu ekki staðið undir sér með því að minnka fáránlega rýrnum. Vatnstankurinn er miklu dýrari og enginn hefur efni á slíkum búnaði sjálfur. Bankastarfsemin er með niðugreiddum vöxtum frá verkefnisstjórn. Kornhlaðan er fyrir samvinnufélag sem enn hefur ekki verið stofnað og bændur hafa enga þekkingu á. Heilsugæslustarfsmennirnir eru á launum frá verkefninu, fólkið í sveitinni á ekki peninga til að borga komugjöld eða greiða lyf. Stendur þá verkefnið einhvern tíman undir sér? Verður hægt að sleppa af því hendinni? Grundvallarhugmyndin er að svo sé. Að aukin uppskera, markaðssetning og aðgangur að fjármálaþjónustu auk nýrra framleiðslugreina skili svo mikilli auðsköpun að samfélagið hafi sjálft efni á skólamáltíðum, heilsugæslu og öðrum lífsgæðum sem eru undirstaða velmegunar. Hugmyndin að Þúsaldarþorpum hefur margt við sig: Hún tekur á mörgum þáttum í einu en vasast ekki í sundurleitum smáverkefnum. En gagnrýnendur virðast hafa margt til síns máls þegar þeir efast um að enn ein töfralausnin og stórátakið í þróunarmálum gangi upp á mettíma. Á www.stefnajon.is má sjá myndir og ítarlegri umfjöllun um þessa heimsókn.
Skoðun

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar

Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði
Ólafur Ingólfsson skrifar

Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni
Helga Kristín Kolbeins skrifar

Fé án hirðis
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar