Mótmæla handtöku á flaggara 22. nóvember 2008 15:05 Hópur fólks hyggst mótmæla handtöku piltsins sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum, fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu um fjögurleytið í dag. Pilturinn stundar háskólanám og var í vísindaferð í þinghúsinu í gær með skólafélögum sínum. Kennsl voru borin á hann og lögregla kölluð til. Hann var síðan færður án lögbundins fyrirvara til afplánunar vegna eldri dóms frá 2006. Dóminn hlaut hann fyrir að klifra upp í krana á Kárahnjúkum í virkjunarmótmælum. Móðir mannsins staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi verið kallaður til afplánunar í ágúst í fyrra en á fimmta degi hafi þeirri afplánun óvænt verið frestað svo hægt yrði að koma öðrum mótmælanda að í afplánun. Móðir mannsins segir að afplánunina hafi borið mjög brátt að - sér í lagi í ljósi þess að í dag séu boðuð mótmæli í miðbænum vegna efnahagsástandsins sem sonur hennar hefði tekið þátt í. Samkvæmt lögum skal afplánun hefjast eftir bréflega tilkynningu og með minnst þriggja vikna fyrirvara. Þó megi hefja afplánun án fyrirvara fremji viðkomandi dómþoli refsivert afbrot í millitíðinni, reyni að koma sér undan refsingu eða almannahagsmunir mæli með því. Samkvæmt lögum skal afplánun vera samfelld. Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur, segir vart lagaheimild fyrir því að slíta afplánun í sundur líkt og gert hafi verið í þessu máli. Slíkt verði að skoða en það geti valdið fólki ómældum spjöllum. Hann segir rannsóknarvert hversu brátt afplánunin nú hafi borið að. Tengdar fréttir Flaggari handtekinn í Alþingishúsinu í gær Annar þeirra sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn í gærkvöldi. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara og það degi fyrir boðuð mótmæli í miðbænum. 22. nóvember 2008 12:16 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Hópur fólks hyggst mótmæla handtöku piltsins sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum, fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu um fjögurleytið í dag. Pilturinn stundar háskólanám og var í vísindaferð í þinghúsinu í gær með skólafélögum sínum. Kennsl voru borin á hann og lögregla kölluð til. Hann var síðan færður án lögbundins fyrirvara til afplánunar vegna eldri dóms frá 2006. Dóminn hlaut hann fyrir að klifra upp í krana á Kárahnjúkum í virkjunarmótmælum. Móðir mannsins staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi verið kallaður til afplánunar í ágúst í fyrra en á fimmta degi hafi þeirri afplánun óvænt verið frestað svo hægt yrði að koma öðrum mótmælanda að í afplánun. Móðir mannsins segir að afplánunina hafi borið mjög brátt að - sér í lagi í ljósi þess að í dag séu boðuð mótmæli í miðbænum vegna efnahagsástandsins sem sonur hennar hefði tekið þátt í. Samkvæmt lögum skal afplánun hefjast eftir bréflega tilkynningu og með minnst þriggja vikna fyrirvara. Þó megi hefja afplánun án fyrirvara fremji viðkomandi dómþoli refsivert afbrot í millitíðinni, reyni að koma sér undan refsingu eða almannahagsmunir mæli með því. Samkvæmt lögum skal afplánun vera samfelld. Ragnar Aðalsteinsson, lögfræðingur, segir vart lagaheimild fyrir því að slíta afplánun í sundur líkt og gert hafi verið í þessu máli. Slíkt verði að skoða en það geti valdið fólki ómældum spjöllum. Hann segir rannsóknarvert hversu brátt afplánunin nú hafi borið að.
Tengdar fréttir Flaggari handtekinn í Alþingishúsinu í gær Annar þeirra sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn í gærkvöldi. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara og það degi fyrir boðuð mótmæli í miðbænum. 22. nóvember 2008 12:16 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Flaggari handtekinn í Alþingishúsinu í gær Annar þeirra sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn í gærkvöldi. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara og það degi fyrir boðuð mótmæli í miðbænum. 22. nóvember 2008 12:16