Úrskurður sagður áfall 27. september 2008 19:02 Dómsúrskurður í gær, sem hafnaði nýrri veglínu Vestfjarðavegar um þrjá firði, er feiknarlegt áfall, að mati forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar, sem hvetur til áfrýjunar. Talsmaður landeigenda mælist hins vegar til þess að hætt verði við vegagerðina. Vegagerðin hugðist bjóða verkið út um næstu áramót en þetta er lengsti og erfiðasti kaflinn á leiðinni milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur sem eftir er að byggja upp og malbika. Eigendur eyðijarða við utanverðan Þorskafjörð með stuðningi náttúruverndarsamtaka hafa barist hart gegn nýrri veglínu, einkum með þeim rökum að verja þurfi Teigsskóg, mesta skóglendi Vestfjarða. Þáverandi umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, féllst á hina umdeildu veglínu en nú hefur Héraðsdómur Reykjavíkur fellt úr gildi hluta úrskurðar ráðherrans, þó ekki þann hluta sem snýr að Teigsskógi. Dómurinn telur að ráðherrann hafi ekki með fullnægjandi hætti rannsakað umhverfisáhrif þverunar á lífríki í fjörðunum og þar með brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar. Gunnlaugur Pétursson, einn kærenda, kveðst hæstánægður með þennan áfangasigur, og hvetur til þess að hætt verði við vegagerðina enda valdi hún miklum náttúruspjöllum. Velja eigi annan kost, annaðhvort að leggja veg yfir Hjallaháls eða bora göng undir hálsinn. Úlfar Thoroddssen, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, segir úrskurð Héraðsdóms feiknarlegt áfall. Kveðst Úlfar eiga ákaflega bágt með að trúa því að umhverfisráðherra og ráðuneytismönnum hafi yfirsést svo viðamikið atriði, sem dómurinn telur, og hvetur Vegagerðina til þess að láta á það reyna fyrir Hæstarétti. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ljóst að þessi úrskurður muni örugglega valda töfum en Vegagerðin skoði nú hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar. Teigsskógur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Sjá meira
Dómsúrskurður í gær, sem hafnaði nýrri veglínu Vestfjarðavegar um þrjá firði, er feiknarlegt áfall, að mati forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar, sem hvetur til áfrýjunar. Talsmaður landeigenda mælist hins vegar til þess að hætt verði við vegagerðina. Vegagerðin hugðist bjóða verkið út um næstu áramót en þetta er lengsti og erfiðasti kaflinn á leiðinni milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur sem eftir er að byggja upp og malbika. Eigendur eyðijarða við utanverðan Þorskafjörð með stuðningi náttúruverndarsamtaka hafa barist hart gegn nýrri veglínu, einkum með þeim rökum að verja þurfi Teigsskóg, mesta skóglendi Vestfjarða. Þáverandi umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, féllst á hina umdeildu veglínu en nú hefur Héraðsdómur Reykjavíkur fellt úr gildi hluta úrskurðar ráðherrans, þó ekki þann hluta sem snýr að Teigsskógi. Dómurinn telur að ráðherrann hafi ekki með fullnægjandi hætti rannsakað umhverfisáhrif þverunar á lífríki í fjörðunum og þar með brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar. Gunnlaugur Pétursson, einn kærenda, kveðst hæstánægður með þennan áfangasigur, og hvetur til þess að hætt verði við vegagerðina enda valdi hún miklum náttúruspjöllum. Velja eigi annan kost, annaðhvort að leggja veg yfir Hjallaháls eða bora göng undir hálsinn. Úlfar Thoroddssen, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, segir úrskurð Héraðsdóms feiknarlegt áfall. Kveðst Úlfar eiga ákaflega bágt með að trúa því að umhverfisráðherra og ráðuneytismönnum hafi yfirsést svo viðamikið atriði, sem dómurinn telur, og hvetur Vegagerðina til þess að láta á það reyna fyrir Hæstarétti. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ljóst að þessi úrskurður muni örugglega valda töfum en Vegagerðin skoði nú hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar.
Teigsskógur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Sjá meira