Viðskipti erlent

Atvinnuleysi eykst í Bretlandi

Atvinnuleysi mældist 5,3 prósent í Bretlandi í apríl, samkvæmt útreikningum hagstofu Breta. Þetta er 0,1 prósentustiga aukning á milli mánaða og jafngildir því að 819 þúsund manns hafi verið á atvinnuleysisskrá í landinu.

Þetta er í samræmi við spár, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC.

BBC hefur ennfremur eftir sérfræðingi hjá þýska bankanum Commerzbank a launaskrið hafi reynst minna en spáð hafði verið upp á síðkastið. Bendi það til að verðlagsþróun hafi ekki skilað sér í hækkandi launum.

Sú þróun getur á móti dregið úr líkunum á því að Englandsbanki hækki stýrivexti mikið á næstunni, að sögn BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×