Formúla 1

Hamilton á ráspól á Spa

NordicPhotos/GettyImages

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton verður fremstur á ráslínu í Belgíukappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hafa skotist fram úr Felipe Massa á síðustu stundu í tímatökum í dag.

McLaren maðurinn ungi hefur forystu í stigakeppni ökuþóra og var að vonum ánægður með að ná besta tímanum á síðustu stundu. Heikki Kovalainen hjá McLaren náði þriðja sætinu eftir að hafa skákað Kimi Raikkönen.

Þetta var fimmti ráspóll Hamilton á tímabilinu og sá ellefti á ferlinum.

Hér fyrir neðan má sjá tíma tíu fremstu manna í dag:

1. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1 mín 47.338 sek

2. Felipe Massa Ferrari 1:47.678

3. Heikki Kovalainen McLaren-Mercedes 1:47.815

4. Kimi Raikkonen Ferrari 1:47.992

5. Nick Heidfeld BMW Sauber 1:48.315

6. Fernando Alonso Renault 1:48.504

7. Mark Webber Red Bull-Renault 1:48.736

8. Robert Kubica BMW Sauber 1:48.763

9. Sebastien Bourdais Toro Rosso-Ferrari 1:48.951

10. Sebastian Vettel Toro Rosso-Ferrari 1:50.319






Fleiri fréttir

Sjá meira


×