Fótbolti

Hannes spilar með hjálm

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hannes Sigurðsson.
Hannes Sigurðsson.

Hannes Sigurðsson mun í framtíðinni leika með sérstakan hjálm til koma í veg fyrir að hann fái heilahristing við samstuð.

Hannes segir í samtali við Aftenposten að hann hafi fengið heilahristing í meira en tíu skipti síðan hann var á mála hjá Viking í upphafi ferils síns.

„Þetta hefur verið nokkuð algengt en nú er kominn tími til að þessu linni. Ég ætla að passa mig betur í framtíðinni," sagði Hannes og bætti við að hann teldi hjálminn vera stórt skref í rétta átt.

„Þetta mun vernda mig ef ég verð fyrir höfuðhöggi í leik. Ég hef þó ekki enn æft með hjálminn en það tekur smá tíma að venjast þessu. En það er nægur tími til stefnu og þetta mun ekki há mér þegar tímabilið byrjar."

Hannes verður í byrjunarliði Viking á morgun þegar liðið leikur æfingaleik gegn sænska liðinu Halmstad á La Manga á Spáni. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er í byrjunarliðinu síðan hann varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um jólin en hann lék í nokkrar mínútur í æfingaleik í síðustu viku.

„Það er langt síðan ég spilaði síðast og skortir mig leikæfingu," sagði Hannes.

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Hannes og sjá mynd af honum með hjálminn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×