Útgáfu frestað á 13 plötum 3. nóvember 2008 04:00 Hætt hefur verið við útgáfu nokkurra klassískra platna, þar á meðal frumburðar píanóleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar.fréttablaðið/vilhelm Þrjú af stærstu plötufyrirtækjum landsins hafa ákveðið að fresta fjölmörgum útgáfum fyrir jólin sökum erfiðs efnahagsástands. Sena hefur slegið á frest sjö plötum, Smekkleysa mun líklega fresta fjórum og 12 Tónar tveimur. Á meðal þess sem frestast hjá Senu er plata Friðriks Karlssonar og Hönsu og safnplötur með Ladda, Savannatríóinu og Páli Rósinkrans. Einnig hefur fyrirtækið hætt við að framleiða plötu Steed Lord, Truth Serum. Kemur það ekki að sök því hljómsveitin mun halda sínu striki, framleiða hana sjálf og reyna að gefa út síðar í mánuðinum. Alls gefur Sena því út 30 plötur í ár í stað 37. Veljum íslensktpáll rósinkrans Safnplötu söngvarans geðþekka hefur verið slegið á frest vegna slæms efnahagsástands.„Við ákváðum að grynnka aðeins á þessu heldur en að fara alveg óbreytt inn í þetta,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu. „Þetta er bara skynsemi. Í öllum tilfellum voru þetta plötur sem lágu vel við höggi því þær voru stutt á veg komnar. Auðvitað var þetta allt gert í samráði við flytjendur og þetta hefur ekki orsakað nein vandræði. Í einhverjum tilfellum var þetta aðeins erfitt en það skildu allir rökin,“ segir hann. „Við erum með ofsalega sterka útgáfu og höfum trú á að íslenskir neytendur líti sér nær á erfiðum tímum og leiti eftir íslenskum vörum.“ Hætt við klassíkinaSmekkleysa frestar líklega fjórum plötum úr klassíska geiranum, þar á meðal jólaplötu með Hamrahlíðarkórnum. „Við ætlum að gefa þessu ástandi nokkra daga en ef það dregst mikið lengur hefur það óneitanlega áhrif,“ segir Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu og bætir við að útgáfan núna sé minni en undanfarin ár. Plötur með Jeff Who?, Dr. Spock og Bob Justman eru þó allar væntanlegar síðar í mánuðinum. Enginn Víkingur Heiðar12 Tónar hafa frestað tveimur klassískum plötum, þar á meðal frumburði píanóleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar sem hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. „Þetta er diskur sem er búið að bíða lengi eftir en við höfum ákveðið að fresta honum fram á Listahátíð þar sem hann kemur fram,“ segir Lárus Jóhannesson hjá 12 Tónum. Útskýrir hann að bankar og fjármálastofnanir hafi hingað til stutt duglega við bakið á klassískum útgáfum en þeir styrkir hafi nú gufað upp og enga peninga sé lengur að fá. Einnig er óvissa með nýja plötu rokksveitarinnar Gavin Portland vegna gengismála. Aukinn fjöldi ferðamannaLárus tekur fram að verslun 12 Tóna standi vel fyrir sínu í þessum ólgusjó. „Hún nýtur góðs af auknum fjölda ferðamanna, það er jákvætt. Svo eru útgáfur að „tikka“ erlendis. Maður heldur bara sínu striki og reynir að hafa áhrif á það sem maður getur haft áhrif á.“freyr@frettabladid.is Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Þrjú af stærstu plötufyrirtækjum landsins hafa ákveðið að fresta fjölmörgum útgáfum fyrir jólin sökum erfiðs efnahagsástands. Sena hefur slegið á frest sjö plötum, Smekkleysa mun líklega fresta fjórum og 12 Tónar tveimur. Á meðal þess sem frestast hjá Senu er plata Friðriks Karlssonar og Hönsu og safnplötur með Ladda, Savannatríóinu og Páli Rósinkrans. Einnig hefur fyrirtækið hætt við að framleiða plötu Steed Lord, Truth Serum. Kemur það ekki að sök því hljómsveitin mun halda sínu striki, framleiða hana sjálf og reyna að gefa út síðar í mánuðinum. Alls gefur Sena því út 30 plötur í ár í stað 37. Veljum íslensktpáll rósinkrans Safnplötu söngvarans geðþekka hefur verið slegið á frest vegna slæms efnahagsástands.„Við ákváðum að grynnka aðeins á þessu heldur en að fara alveg óbreytt inn í þetta,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu. „Þetta er bara skynsemi. Í öllum tilfellum voru þetta plötur sem lágu vel við höggi því þær voru stutt á veg komnar. Auðvitað var þetta allt gert í samráði við flytjendur og þetta hefur ekki orsakað nein vandræði. Í einhverjum tilfellum var þetta aðeins erfitt en það skildu allir rökin,“ segir hann. „Við erum með ofsalega sterka útgáfu og höfum trú á að íslenskir neytendur líti sér nær á erfiðum tímum og leiti eftir íslenskum vörum.“ Hætt við klassíkinaSmekkleysa frestar líklega fjórum plötum úr klassíska geiranum, þar á meðal jólaplötu með Hamrahlíðarkórnum. „Við ætlum að gefa þessu ástandi nokkra daga en ef það dregst mikið lengur hefur það óneitanlega áhrif,“ segir Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu og bætir við að útgáfan núna sé minni en undanfarin ár. Plötur með Jeff Who?, Dr. Spock og Bob Justman eru þó allar væntanlegar síðar í mánuðinum. Enginn Víkingur Heiðar12 Tónar hafa frestað tveimur klassískum plötum, þar á meðal frumburði píanóleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar sem hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. „Þetta er diskur sem er búið að bíða lengi eftir en við höfum ákveðið að fresta honum fram á Listahátíð þar sem hann kemur fram,“ segir Lárus Jóhannesson hjá 12 Tónum. Útskýrir hann að bankar og fjármálastofnanir hafi hingað til stutt duglega við bakið á klassískum útgáfum en þeir styrkir hafi nú gufað upp og enga peninga sé lengur að fá. Einnig er óvissa með nýja plötu rokksveitarinnar Gavin Portland vegna gengismála. Aukinn fjöldi ferðamannaLárus tekur fram að verslun 12 Tóna standi vel fyrir sínu í þessum ólgusjó. „Hún nýtur góðs af auknum fjölda ferðamanna, það er jákvætt. Svo eru útgáfur að „tikka“ erlendis. Maður heldur bara sínu striki og reynir að hafa áhrif á það sem maður getur haft áhrif á.“freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira