Kotila: Verður vonandi lítið skorað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 14:07 Geof Kotila, þjálfari Snæfells. Mynd/Daníel Geof Kotila, þjálfari Snæfells, segir í samtali við Vísi að sínir menn þurfi að spila góða vörn í kvöld til að vinna sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell leiðir einvígið, 2-1, eftir að hafa unnið fyrstu tvær viðureignirnar. Grindavík svaraði með því að sigra í síðasta leik en liðin mætast í Stykkishólmi í kvöld. Kotila var í óða önn að undirbúa sig fyrir leikinn þegar Vísir heyrði í honum en hann var þó ekki að stressa sig um of fyrir kvöldið. „Þessir leikir eru með svo stuttu millibili að það gefst varla tækifæri til að verða of stressaður," sagði hann í léttum dúr. Ef Grindavík vinnur í kvöld verða þeir á heimavelli í oddaleiknum sem gæti reynst dýrmætt. Kotila lítur þó ekki á leikinn sem svo að það sé að duga eða drepast fyrir sína menn. „Við viljum auðvitað vinna en ef við töpum þá verður það ekkert létt fyrir þá að vinna fimmta leikinn. Við lentum í svipaðri aðstöðu gegn KR í undanúrslitum í fyrra. Þá komumst við 2-1 yfir, töpuðum fjórða leiknum heima og svo þeim fimmta afar naumlega á útivelli. Þar vorum við yfir allan leikinn þar til þrjár sekúndur voru til leiksloka." „Ef einhver hefði sagt mér fyrir þessa rimmu að við myndum komast í 2-1 forystu og fá tækifæri til að klára seríuna á heimavelli hefði ég tekið því fegins hendi. Ég er því ekkert of svekktur á tapinu í síðasta leik. Það verður bara að segjast að þeir spiluðu vel og við illa," sagði Kotila. „Mér fannst í raun ótrúlegt hversu jafn leikurinn var því við vorum að spila mjög illa. Við köstuðum boltanum ítrekað frá okkur en það má ekki taka það af Grindvíkingum að þeir spiluðu með stolti. Frikki er líka mjög klókur þjálfari og breytti aðeins um taktík sem við verðum að takast betur á við í kvöld til að vinna." Hann vonast til að leikurinn í kvöld muni snúast um hvort liðið spili betri varnarleik heldur en í sókn. „Þeir eru með svo mörg vopn í sínu búri og svo marga leikmenn sem geta skorað. Ég tel að við búum ekki svo vel og verðum því að treysta á varnarleikinn. Ég vona því að það verði lítið skorað en það er mjög erfitt að ætla að halda þeim niðri." Fjárhúsið verður væntanlega troðfullt í kvöld en Kotila segir að það ríki afar góð stemning í bænum. „Þetta er frábær tími, bæði fyrir bæinn og körfuboltann." Leikurinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. 14. apríl 2008 15:09 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Geof Kotila, þjálfari Snæfells, segir í samtali við Vísi að sínir menn þurfi að spila góða vörn í kvöld til að vinna sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell leiðir einvígið, 2-1, eftir að hafa unnið fyrstu tvær viðureignirnar. Grindavík svaraði með því að sigra í síðasta leik en liðin mætast í Stykkishólmi í kvöld. Kotila var í óða önn að undirbúa sig fyrir leikinn þegar Vísir heyrði í honum en hann var þó ekki að stressa sig um of fyrir kvöldið. „Þessir leikir eru með svo stuttu millibili að það gefst varla tækifæri til að verða of stressaður," sagði hann í léttum dúr. Ef Grindavík vinnur í kvöld verða þeir á heimavelli í oddaleiknum sem gæti reynst dýrmætt. Kotila lítur þó ekki á leikinn sem svo að það sé að duga eða drepast fyrir sína menn. „Við viljum auðvitað vinna en ef við töpum þá verður það ekkert létt fyrir þá að vinna fimmta leikinn. Við lentum í svipaðri aðstöðu gegn KR í undanúrslitum í fyrra. Þá komumst við 2-1 yfir, töpuðum fjórða leiknum heima og svo þeim fimmta afar naumlega á útivelli. Þar vorum við yfir allan leikinn þar til þrjár sekúndur voru til leiksloka." „Ef einhver hefði sagt mér fyrir þessa rimmu að við myndum komast í 2-1 forystu og fá tækifæri til að klára seríuna á heimavelli hefði ég tekið því fegins hendi. Ég er því ekkert of svekktur á tapinu í síðasta leik. Það verður bara að segjast að þeir spiluðu vel og við illa," sagði Kotila. „Mér fannst í raun ótrúlegt hversu jafn leikurinn var því við vorum að spila mjög illa. Við köstuðum boltanum ítrekað frá okkur en það má ekki taka það af Grindvíkingum að þeir spiluðu með stolti. Frikki er líka mjög klókur þjálfari og breytti aðeins um taktík sem við verðum að takast betur á við í kvöld til að vinna." Hann vonast til að leikurinn í kvöld muni snúast um hvort liðið spili betri varnarleik heldur en í sókn. „Þeir eru með svo mörg vopn í sínu búri og svo marga leikmenn sem geta skorað. Ég tel að við búum ekki svo vel og verðum því að treysta á varnarleikinn. Ég vona því að það verði lítið skorað en það er mjög erfitt að ætla að halda þeim niðri." Fjárhúsið verður væntanlega troðfullt í kvöld en Kotila segir að það ríki afar góð stemning í bænum. „Þetta er frábær tími, bæði fyrir bæinn og körfuboltann." Leikurinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. 14. apríl 2008 15:09 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. 14. apríl 2008 15:09