Viðskipti innlent

Róleg byrjun í Kauphöllinni

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, en gengi bréfa félagsins hækkaði mest í fyrstu viðskiptum ársins í Kauphöllinni.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, en gengi bréfa félagsins hækkaði mest í fyrstu viðskiptum ársins í Kauphöllinni.

Gengi hlutabréfa í Össur hefur hækkað mest á fyrsta viðskiptadegi ársins í Kauphöllinni, eða um 1,12 prósent. Á eftir fylgja bréf í Glitni, Straumi og Existu, sem féll hratt á síðustu dögum nýliðins árs.

Á móti hefur gengi bréfa í SPRON lækkað mest, um 0,99 prósent. Næstmesta lækkun dagsins eftir upphaf viðskiptadagsins er á bréfum Bakkavarar, FL Group, Icelandair, Alfesca, Kaupþings og Atorku.

Að öðru leyti hefur þessi fyrsti viðskiptadagur ársins verið fremur rólegur en veltan nemur rúmum 9,7 milljörðum króna.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,1 prósent og stendur hún í 6.305 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×