Viðskipti innlent

Exista og SPRON falla enn á ný

Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON.
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON.

Gengi bréfa í Existu og SPRON héldust í hendur í rúmlega sex prósenta falli í Kauphöllinni í dag. Færeyjabanki féll mest skráðra félaga, um 6,56 prósent og skrapaði sitt lægst lokagildi frá upphafi.

Þá féll FL Group um 5,69 prósent og fór í 13,75 krónur á hlut.

Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði mest skráðra félaga á sama tíma í dag, eða um 3,35 prósent. Á eftir fylgdu Össur, Teymi og Atorka.

Úrvalsvísitalan féll um 2,75 prósent, stendur í 6.144 stigum sem er svipuð sylla og hún stóð á um mánaðamótin nóvember og desember í hitteðfyrra. Hæst fór vísitalan í 9.016 stig um miðjan júlí í fyrra og jafngildir þetta því að hún hafi fallið um tæp 32 prósent síðan þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×