Erlent

Díana prinsessa var hætt með Dodi

Díana prinsessa lést í ágúst 1997.
Díana prinsessa lést í ágúst 1997.

Ástarævintýri Díönu prinsessu og Dodis Fayed var lokið tveimur vikum áður en hún lést í hörmulegu bílslysi í París í ágúst 1997. Rannsókn á andláti Díönu hefur staðið yfir frá því í haust. Við vitnaleiðslur yfir Rodney Turner, sem var náinn vinur Díönu, sagði hann að prinsessan hefði fullyrt við sig að samband þeirra væri á enda. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Guardian.

Turner sagði að hann hefði sagt Díönu að hann væri mjög mótfallinn sambandi hennar við Fayed, einkum vegna þess að hann væri sonur Mohamed Al Fayed. Hann sagði jafnframt að Díana hefði beðið sig um að segja ekki frá sambandsslitunum. Þá sagði hann að vel gæti verið að Díana hefði haldið sambandsslitunum leyndum fyrir öðrum vinum sínum.

En hvort sem Turner fer með rétt mál eða ekki er ljóst að Díana og Dodi hittust einn örlagaríkan dag í ágústmánuði 1997 og létust í návist hvors annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×