Erlent

Lengja á líftíma Hubble um áratug

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, er nú að leggja lokahönd á björgunarleiðangur til Hubble-stjörnusjónaukans en með leiðangrinum er ætlunin að lengja líftíma Hubble um allt að áratug.

Geimskutla á að koma að Hubble í ágúst og um borð verða sérfræðingar sem annast munu viðgerð á sjónaukanum. Jafnframt á að koma fyrir í Hubble búnaði sem eykur getu hans.

Frá því að honum var komið á braut um jörðu árið 1990 hafa myndir frá honum aukið mjög skilning manna á nærliggjandi vetrarbrautum sem og uppruna alheimsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×