Viðskipti innlent

Allt á uppleið í Kauphöllinni

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stórir hluthafar í Bakkavör, Existu og Kaupþingi. Gengi allra félaga sem þeir eru stórir hluthafar í er á flugi í Kauphöllinni eftir lágflug það sem af er árs.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stórir hluthafar í Bakkavör, Existu og Kaupþingi. Gengi allra félaga sem þeir eru stórir hluthafar í er á flugi í Kauphöllinni eftir lágflug það sem af er árs.

Gengi Bakkavarar og Færeyjabanka hefur hækkað um rúmlega sex prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins en á eftir fylgja bréf í SPRON, Existu og FL Group sem öll hafa hækkað um rúm fjögur prósent.

Gengi allra félaga sem skráð eru á markað í Kauphöllinni hafa hækkað nokkuð eftir að viðskipti hófust og hefur dagurinn vart byrjað betur á árinu.

Úrvalsvísitalan hefur að sama skapi hækkað um 3,19 prósent en hún stendur í 5.643 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×