Viðskipti innlent

Fyrsta hækkun ársins í Kauphöllinni

Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, en félagið var hástökkvarinn á fyrsta hækkanadegi ársins í Kauphöllinni.
Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, en félagið var hástökkvarinn á fyrsta hækkanadegi ársins í Kauphöllinni.

Gengi hlutabréfa í FL Group rauk yfir tíu prósent þegar mest lét í mikilli uppsveiflu við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll dagsins í morgun. Gengið lækkaði talsvert eftir því sem á leið og tók SPRON yfir sem hástökkvari dagsins með hækkun upp á rúm fjögur prósent eftir talsvert lágflug frá byrjun árs.

Undir SPRON svifu félög á borð við Icelandair, Glitnir og Marel sem öll fóru upp um rúm tvö prósent.

Færeyingarnir í Atlantic Airways lækkaði mest í dag, eða um rúm 7,5 prósent. Á eftir fylgdu olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem fór mest niður um níu prósent áður en það gaf eftir, Icelandic Group, Atorka, Færeyjabanki og Eimskipafélagið, sem lækkaði minnst félaganna.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,18 prósent á endanum, eftir um fimm prósenta ris í fyrstu viðskiptum dagsins, og endaði í 5.533 stigum. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn á árinu sem vísitalan hækkar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×