Össur stendur með aflimuðum íþróttamanni 12. janúar 2008 11:40 Össur hf. gerir alvarlegar athugasemdir við þær prófanir sem Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) hefur látið gera á gervifótum spretthlauparans Oscars Pistorius. Það er skoðun Össurar að gervilimir færi fötluðum keppendum ekki forskot á aðra keppendur og því ætti IAAF ekki að koma í veg fyrir að Oscar Pistorius geti keppt á mótum á þess vegum. Verði úrskurðað Oscari í óhag vakna áleitnar spurningar um möguleika aflimaðra einstaklinga á að öðlast keppnisrétt á Ólympíuleikum. Össur hf. hefur stutt dyggilega við bakið á Oscari Pistorius í viðleitni hans til að fá að keppa meðal þeirra bestu, enda er það trú fyrirtækisins að aflimað fólk eigi að njóta allra sömu réttinda og ófatlaðir íþróttamenn. Gagnrýni Össurar beinist einkum að því að prófanir Alþjóða frjálsíþróttasambandsins hafi ekki verið nógu vandaðar og að samanburður í prófunum sambandsins byggi á röngum forsendum. Þær gefi því ekki marktækar niðurstöður um það hvort Oscar Pistorius njóti forskots í keppni við ófatlaða hlaupara en það er sú kenning sem IAAF virðist ganga út frá. Reynsla og rannsóknir fyrirtækisins, þ.m.t. samstarf við færustu sérfræðinga á sviði lífaflsfræði (biomechanics) hafa sýnt að allur samanburður, hvort heldur sem er á milli manna eða við mat á einstaklingum, er ekki marktækur nema að litið sé á líkama og gervilim sem eina heild. Aðeins þannig fæst heildstæð mynd af getu aflimaðra. Því miður var þessa ekki gætt í prófunum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Þá skiptir einnig miklu máli að sú tækni sem liggur til grundvallar Cheetah Flex-Foot gervifótum Oscars hefur verið notuð í nær óbreyttri mynd allt frá árinu 1997. Í áranna rás hefur fjöldi aflimaðra íþróttamanna notað sambærilega gervifætur í keppni á alþjóðlegum vettvangi. Sumir hafa jafnvel náð svipuðum árangri og ófatlaðir íþróttamenn á heimsmælikvarða. Oscar er algerlega einstakur, - því þar er á ferðinni framúrskarandi íþróttamaður sem sífellt reynir á þanþol þessarar tíu ára gömlu tækni. Að mati Össurar væri það bæði óábyrgt og ósanngjarnt af hálfu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins að meina Oscari þátttöku í keppni á þeirra vegum á grundvelli fyrrgreindra prófana. Grundvallarskilyrði er að viðurkennt sé að fatlaðir notendur gervilima séu fullgildir þátttakendur í leik og starfi og verði leyft að skora aðra íþróttamenn á hólm, á sínum keppnisfótum, að því gefnu að þeim takist að ná lágmörkum sem krafist er. Margt hefur þokast í rétta átt í málefnum aflimaðra íþróttamanna á undanförnum árum. Í þessum hópi eru fjölmargir sem eiga sér þá ósk heitasta að keppa við ófatlaða íþróttamenn. Að meina fötluðum að keppa við ófatlaða yrði stórt skref afturábak og mikilvægt tækifæri glatast til að sýna í verki það sem íþróttamennska stendur fyrir. Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Össur hf. gerir alvarlegar athugasemdir við þær prófanir sem Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) hefur látið gera á gervifótum spretthlauparans Oscars Pistorius. Það er skoðun Össurar að gervilimir færi fötluðum keppendum ekki forskot á aðra keppendur og því ætti IAAF ekki að koma í veg fyrir að Oscar Pistorius geti keppt á mótum á þess vegum. Verði úrskurðað Oscari í óhag vakna áleitnar spurningar um möguleika aflimaðra einstaklinga á að öðlast keppnisrétt á Ólympíuleikum. Össur hf. hefur stutt dyggilega við bakið á Oscari Pistorius í viðleitni hans til að fá að keppa meðal þeirra bestu, enda er það trú fyrirtækisins að aflimað fólk eigi að njóta allra sömu réttinda og ófatlaðir íþróttamenn. Gagnrýni Össurar beinist einkum að því að prófanir Alþjóða frjálsíþróttasambandsins hafi ekki verið nógu vandaðar og að samanburður í prófunum sambandsins byggi á röngum forsendum. Þær gefi því ekki marktækar niðurstöður um það hvort Oscar Pistorius njóti forskots í keppni við ófatlaða hlaupara en það er sú kenning sem IAAF virðist ganga út frá. Reynsla og rannsóknir fyrirtækisins, þ.m.t. samstarf við færustu sérfræðinga á sviði lífaflsfræði (biomechanics) hafa sýnt að allur samanburður, hvort heldur sem er á milli manna eða við mat á einstaklingum, er ekki marktækur nema að litið sé á líkama og gervilim sem eina heild. Aðeins þannig fæst heildstæð mynd af getu aflimaðra. Því miður var þessa ekki gætt í prófunum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Þá skiptir einnig miklu máli að sú tækni sem liggur til grundvallar Cheetah Flex-Foot gervifótum Oscars hefur verið notuð í nær óbreyttri mynd allt frá árinu 1997. Í áranna rás hefur fjöldi aflimaðra íþróttamanna notað sambærilega gervifætur í keppni á alþjóðlegum vettvangi. Sumir hafa jafnvel náð svipuðum árangri og ófatlaðir íþróttamenn á heimsmælikvarða. Oscar er algerlega einstakur, - því þar er á ferðinni framúrskarandi íþróttamaður sem sífellt reynir á þanþol þessarar tíu ára gömlu tækni. Að mati Össurar væri það bæði óábyrgt og ósanngjarnt af hálfu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins að meina Oscari þátttöku í keppni á þeirra vegum á grundvelli fyrrgreindra prófana. Grundvallarskilyrði er að viðurkennt sé að fatlaðir notendur gervilima séu fullgildir þátttakendur í leik og starfi og verði leyft að skora aðra íþróttamenn á hólm, á sínum keppnisfótum, að því gefnu að þeim takist að ná lágmörkum sem krafist er. Margt hefur þokast í rétta átt í málefnum aflimaðra íþróttamanna á undanförnum árum. Í þessum hópi eru fjölmargir sem eiga sér þá ósk heitasta að keppa við ófatlaða íþróttamenn. Að meina fötluðum að keppa við ófatlaða yrði stórt skref afturábak og mikilvægt tækifæri glatast til að sýna í verki það sem íþróttamennska stendur fyrir.
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira