Áskorun frá áhugafólki um sjálfstæði dómstóla 13. janúar 2008 10:26 Héraðsdómur Reykjavíkur „Vafi ríkir um sjálfstæði íslenskra dómstóla í kjölfar skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands," segir í yfirlýsingu frá áhugafólki um sjálfstæði dómstóla. Áhugafólkið hefur komið sér upp heimasíðu þar sem hægt er að skrá sig og styðja málstað fólksins. Áskorunin í heild sinni er hér að neðan en síðuna má finna hér. Vafi ríkir um sjálfstæði íslenskra dómstóla í kjölfar skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands. Við skipan héraðsdómarans var ekki tekið tillit til umsagnar dómnefndar sem taldi þrjá aðra umsækjendur hæfari til að gegna stöðunni. Tilgangur löggjafans með að leiða skipan umræddrar nefndar í lög var að styrkja sjálfstæði dómstóla og auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdarvaldsins. Það er ekki að ástæðulausu sem löggjafinn leggur slíka áherslu á að dómstólar séu sjálfstæðir. Mörk framkvæmdarvalds og dómsvalds verða að vera skýr. Sjálfstæði dómstóla er grundvöllur þrískiptingar ríkisvaldsins og réttarríkisins. Hlutlægni dómara, hæfni og sjálfstæði verður því að vera hafið yfir allan vafa. Fulltrúar Hæstaréttar Íslands, Dómarafélags Íslands og Lögmannafélags Íslands skipa áðurnefnda dómnefnd. Í greinargerð sem nefndin sendi frá sér í kjölfar umræddrar skipan héraðsdómara segir að framkvæmdarvaldið hafi farið langt út fyrir mörk sín og tekið ómálefnalega ákvörðun. Með því hafi verið gengið í berhögg við það yfirlýsta markmið löggjafans með stofnun dómnefndarinnar að styrkja sjálfstæði dómstólanna. Það má öllum ljóst vera að umrædd skipan er líkleg til að grafa undan trausti almennings á íslenskum dómstólum. Við það verður ekki unað. Í ljósi þessa skorum við á Alþingismenn að breyta lögum um skipan Hæstaréttar- og héraðsdómara á þann veg að sjálfstæði dómstóla verði betur tryggt. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
„Vafi ríkir um sjálfstæði íslenskra dómstóla í kjölfar skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands," segir í yfirlýsingu frá áhugafólki um sjálfstæði dómstóla. Áhugafólkið hefur komið sér upp heimasíðu þar sem hægt er að skrá sig og styðja málstað fólksins. Áskorunin í heild sinni er hér að neðan en síðuna má finna hér. Vafi ríkir um sjálfstæði íslenskra dómstóla í kjölfar skipan dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands. Við skipan héraðsdómarans var ekki tekið tillit til umsagnar dómnefndar sem taldi þrjá aðra umsækjendur hæfari til að gegna stöðunni. Tilgangur löggjafans með að leiða skipan umræddrar nefndar í lög var að styrkja sjálfstæði dómstóla og auka traust almennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdarvaldsins. Það er ekki að ástæðulausu sem löggjafinn leggur slíka áherslu á að dómstólar séu sjálfstæðir. Mörk framkvæmdarvalds og dómsvalds verða að vera skýr. Sjálfstæði dómstóla er grundvöllur þrískiptingar ríkisvaldsins og réttarríkisins. Hlutlægni dómara, hæfni og sjálfstæði verður því að vera hafið yfir allan vafa. Fulltrúar Hæstaréttar Íslands, Dómarafélags Íslands og Lögmannafélags Íslands skipa áðurnefnda dómnefnd. Í greinargerð sem nefndin sendi frá sér í kjölfar umræddrar skipan héraðsdómara segir að framkvæmdarvaldið hafi farið langt út fyrir mörk sín og tekið ómálefnalega ákvörðun. Með því hafi verið gengið í berhögg við það yfirlýsta markmið löggjafans með stofnun dómnefndarinnar að styrkja sjálfstæði dómstólanna. Það má öllum ljóst vera að umrædd skipan er líkleg til að grafa undan trausti almennings á íslenskum dómstólum. Við það verður ekki unað. Í ljósi þessa skorum við á Alþingismenn að breyta lögum um skipan Hæstaréttar- og héraðsdómara á þann veg að sjálfstæði dómstóla verði betur tryggt.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira