Innlent

Fyrrverandi dómstjóri: Ákvörðun Árna sorgleg

Freyr Ófeigsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld að ákvörðun Árna Mathiesen um að skipa Þorstein Davíðsson dómara væri sorgleg og til þess fallin að rýra álit almennings á dómstólum.

Þá sagði Freyr að ákvörðun Árna hefði áhrif á þrígreiningu ríkisvaldsins og sjálfstæði dómstóla.

Árni Mathiesen var sjálfur gestur í Kastljósi og sagði hann að ef tiltrú almennings á dómstólum myndi skaðast vegna málsins væri það vegna viðbragða nenfdarinnar sem falið var að meta umsækjendur við ákvörðun ráðherrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×