Frumsýning hjá Red Bull 16. janúar 2008 13:52 mynd: kappakstur.is Red Bull frumsýndi í dag 2008 bíl sinn á Jerez brautinni á Spáni og kynnti Mark Webber og David Coulhard sem ökumenn sína. Coulthard er aldursforsetinn í Formúlu 1 og þrautseigur, 37 ára gamall ökuþór frá Skotlandi. Webber er frá Ástralíu. Adrian Newey fyrrum hönnuður McLaren hannaði Reb Bull bílinn frá grunni og Christian Horner liðsstjóri liðsins telur að nýi bílinn sé tilbúinn í að stríða þeim stóru, McLaren og Ferrari. ,,Við vorum að ógna toppliðunum á lokasprettinum í fyrra og æltum að halda uppteknum hætti með nýja bílnum. Ferrari og McLaren verða sterk sem fyrr, en það verður þéttur hópur á eftir þeim og við verðum þeirra á meðal BMW, Williams, Renault og jafnvel Honda og Toyota," sagði Christian Horner íþróttastjóri Red Bull. Red Bull liðið hefur vaxið hratt síðustu misseri og 570 starfsmenn vinna hjá liðinu. Hönnuðurinn Newey er einn af lykilmönnum liðsins. ,,Ég leik mér ekki að tölum. Aksturi ökumanna manna í brautinni mun segja til um gæði bílsins. Það er hægt að tala um tölur í vindgöngum til að sanna að bíllinn sé betri. En hann er án vafa framfaraskref." Geoff Wills fyrrum hönnuður Honda er meðal nýrra starfsmanna Red Bull, en síðan hann var látinn fara frá Honda hefur hvorki gengið né rekið hjá liðinu. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Red Bull frumsýndi í dag 2008 bíl sinn á Jerez brautinni á Spáni og kynnti Mark Webber og David Coulhard sem ökumenn sína. Coulthard er aldursforsetinn í Formúlu 1 og þrautseigur, 37 ára gamall ökuþór frá Skotlandi. Webber er frá Ástralíu. Adrian Newey fyrrum hönnuður McLaren hannaði Reb Bull bílinn frá grunni og Christian Horner liðsstjóri liðsins telur að nýi bílinn sé tilbúinn í að stríða þeim stóru, McLaren og Ferrari. ,,Við vorum að ógna toppliðunum á lokasprettinum í fyrra og æltum að halda uppteknum hætti með nýja bílnum. Ferrari og McLaren verða sterk sem fyrr, en það verður þéttur hópur á eftir þeim og við verðum þeirra á meðal BMW, Williams, Renault og jafnvel Honda og Toyota," sagði Christian Horner íþróttastjóri Red Bull. Red Bull liðið hefur vaxið hratt síðustu misseri og 570 starfsmenn vinna hjá liðinu. Hönnuðurinn Newey er einn af lykilmönnum liðsins. ,,Ég leik mér ekki að tölum. Aksturi ökumanna manna í brautinni mun segja til um gæði bílsins. Það er hægt að tala um tölur í vindgöngum til að sanna að bíllinn sé betri. En hann er án vafa framfaraskref." Geoff Wills fyrrum hönnuður Honda er meðal nýrra starfsmanna Red Bull, en síðan hann var látinn fara frá Honda hefur hvorki gengið né rekið hjá liðinu.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira