Bobby kom Íslandi á kortið 18. janúar 2008 11:32 Einar S. Einarsson. Einar S. Einarsson var í forsvari hópsins sem beitti sér fyrir því að Bobby Fischer fengi lausn úr fangelsi í Japan og íslenskan ríkisborgararétt. Hann kynntist Fischer náið á þeim þremur árum sem liðin eru síðan hann kom hingað til lands. „Bobby Fischer var að mínu mati meistari meistarana í skák," segir Einar í samtali við Vísi. „Hann kom Íslandi á kortið, svo einfalt er það. Þegar hann tefldi hér við Spassky 1972 var Ísland óþekkt í heiminum og Fischer breytti því á skammri stund." Að sögn Einars verður dánarorsök Fischers ekki gefin upp að svo stöddu. Vinkona hans, Miyoko Watai, var í heimsókn hjá honum yfir áramótin og hún er nýfarin af landi brott. Einar sagði að verið væri að ná sambandi við hana til þess að segja henni fréttirnar og þangað til yrði ekki nánar greint frá andláti Fischers. „Það voru ákveðnir hlutir sem höfðu verið að hrjá hann en þetta bar mjög fljótt að og var óvænt," segir Einar. „Ég kynntist honum ekki neitt fyrr en við hófum baráttuna fyrir því að frelsa hann úr þessari dýflissu í Japan," segir Einar. „Hann var séní og hann sagði mér nú einu sinni að það hefði bara verið tilviljun að hann lagði skákina fyrir sig en ef hann hefði ekki gert það þá hefði hann einfaldlega verið séní á einhverju öðru sviði," segir Einar. „Hann lét vel af landi og þjóð," segir Einar aðspurður hvernig Fischer hefði látið af dvöl sinni hér á landi. „Hann var náttúrrulega á sinn hátt innilokaður hér á íslandi. Það var vitað að Bandaríkjamenn höfðu lýst eftir honum og talið hann óæskilegan. Hann hefði gjarnan viljað ferðast út fyrir landsteinana og honum fannst hann vera innikróaður hérna en þrátt fyrir það lét hann alltaf vel af dvöl sinni hér og kynnum sínum af landsmönnum," segir Einar S. Einarsson, formaður RJF hópsins. Tengdar fréttir Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu. 18. janúar 2008 11:23 Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57 Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær. 18. janúar 2008 11:20 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Einar S. Einarsson var í forsvari hópsins sem beitti sér fyrir því að Bobby Fischer fengi lausn úr fangelsi í Japan og íslenskan ríkisborgararétt. Hann kynntist Fischer náið á þeim þremur árum sem liðin eru síðan hann kom hingað til lands. „Bobby Fischer var að mínu mati meistari meistarana í skák," segir Einar í samtali við Vísi. „Hann kom Íslandi á kortið, svo einfalt er það. Þegar hann tefldi hér við Spassky 1972 var Ísland óþekkt í heiminum og Fischer breytti því á skammri stund." Að sögn Einars verður dánarorsök Fischers ekki gefin upp að svo stöddu. Vinkona hans, Miyoko Watai, var í heimsókn hjá honum yfir áramótin og hún er nýfarin af landi brott. Einar sagði að verið væri að ná sambandi við hana til þess að segja henni fréttirnar og þangað til yrði ekki nánar greint frá andláti Fischers. „Það voru ákveðnir hlutir sem höfðu verið að hrjá hann en þetta bar mjög fljótt að og var óvænt," segir Einar. „Ég kynntist honum ekki neitt fyrr en við hófum baráttuna fyrir því að frelsa hann úr þessari dýflissu í Japan," segir Einar. „Hann var séní og hann sagði mér nú einu sinni að það hefði bara verið tilviljun að hann lagði skákina fyrir sig en ef hann hefði ekki gert það þá hefði hann einfaldlega verið séní á einhverju öðru sviði," segir Einar. „Hann lét vel af landi og þjóð," segir Einar aðspurður hvernig Fischer hefði látið af dvöl sinni hér á landi. „Hann var náttúrrulega á sinn hátt innilokaður hér á íslandi. Það var vitað að Bandaríkjamenn höfðu lýst eftir honum og talið hann óæskilegan. Hann hefði gjarnan viljað ferðast út fyrir landsteinana og honum fannst hann vera innikróaður hérna en þrátt fyrir það lét hann alltaf vel af dvöl sinni hér og kynnum sínum af landsmönnum," segir Einar S. Einarsson, formaður RJF hópsins.
Tengdar fréttir Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu. 18. janúar 2008 11:23 Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57 Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær. 18. janúar 2008 11:20 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Spasskí brugðið við fréttir af fráfalli Fischers Boris Spasskí var brugðið þegar Vísir hafði samband við hann á heimili hans í París fyrir stundu vegna andláts Bobbys Fischer fyrrverandi andstæðings síns í skák. Hann hafði ekki heyrt af fráfalli Fishers en vildi vita nánari upplýsingar um aðdraganda þess. Spasskí vildi ekki tjá sig frekar á þessari stundu. 18. janúar 2008 11:23
Bobby Fischer látinn Skákmeistarinn Bobby Fischer er látinn. Hann lést eftir erfið veikindi. 18. janúar 2008 10:57
Þakklát fyrir að Fischer fékk að deyja á Íslandi Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, formaður Skáksambands Íslands, segist þakklát fyrir það að Íslendingar hafi komið Bobby Fischer til hjálpar og hann hafi fengið að deyja frjáls á Íslandi en ekki í fangelsi. Bobby Fischer lést í gær. 18. janúar 2008 11:20