Viðskipti innlent

Góð jól hjá Alfesca

Xavier Govare, forstjóri Alfesca.
Xavier Govare, forstjóri Alfesca. Mynd/Rósa
Jólin voru góð hjá Alfesca en sala á helstu vörum fyrirtækisins jókst um ellefu prósent á síðasta fjórðungi nýliðins árs, sem er annar ársfjórðungur í bókum félagsins.

Sala nam 262,1 milljón evra, jafnvirði tæpra 25,5 milljarða króna.

Sala á andalifur (fois gras) seldist best af andaafurða Alfesca undir vörumerki Labeyrie auk þess sem sala á reyktum laxi undir vörumerkjum fyrirtækisins gekk mjög vel, sérstaklega í Frakklandi, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Þá seldust allir smurréttir betur á síðustu þremur mánuðum síðasta árs en í hitteðfyrra. um jólin en í fyrra.

Í tilkynningunni kemur hins vegar fram að gengi evru var sterkt gagnvart breska pundinum og hefði afkoman orðið 2,7 milljónum evrum betri hefði sama gengi gilt og fyrir ári. Gengið var hins vegar hagstætt fyrir innkaup á skoskum laxi

Xavier Govare, forstjóri Alfesca, segir í tilkynningu, að vörur fyrirtækisins teljir til hátíðarrétta og því sé jólavertíðin sérstaklega mikilvæg. „Við erum mjög ánægð með þessar sölutölur sem sýna að fjórar meginstoðir fyrirtækisins eru að vaxa í jafnvægi og það eru gæðavörur sem seldar eru undir vörumerkjum okkar sem draga vagninn."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×