Viðskipti innlent

SPRON tók stökkið í morgun

Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum, en gengi hlutabréfa í félaginu rauk upp um ellefu prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag.
Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum, en gengi hlutabréfa í félaginu rauk upp um ellefu prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag.

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum spratt af stað í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag og rauk upp um rúm ellefu prósent. Á eftir fylgdu SPRON og Exista, en gengi beggja félaga hækkaði um fimm og sex prósent. Fjármálafyrirtækin, Bakkavör, Eimskipafélagið og Teymi fylgdu á eftir.

Gengið lækkaði lítillega fljótlega að SPRON undanskildu sem rauk upp um níu prósent.

Teymi hækkaði minnst félaganna um 0,7 prósent.

Ekkert félag lækkaði á sama tíma.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,6 prósent og stendur hún í 5.336 stigum.

Þetta er nokkuð snarpari hækkun en á evrópskum hlutabréfamörkuðum en sambærilegri ef litið er til hækkunar á gengi fjármálafyrirtækja, sem hafa lækkað mikið í óróleikanum á hlutabréfamörkuðum síðastliðið hálft ár.

Þrátt fyrir væna hækkun síðastliðna tvo daga hefur ekkert fyrirtækið hækkað frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×