Viðskipti erlent

Seðlabankastjórinn heldur sæti sínu

Mervyn King ásamt Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Mervyn King ásamt Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Mynd/AFP

Breska fjármálaráðuneytið hefur framlengt ráðningu Mervyn Kings, seðlabankastjóra Englandsbanka, til næstu fimm ára. Ráðningartímabil hans rennur út í júní í sumar og hafa gagnrýnendur þrýst á að nýr maður taki við skútunni.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir Alistair Darling, að King, sem hefur verið seðlabankastjóri síðastliðin fimm ár, eigi stóran þátt í stöðugleika bresks efnahagslífs.

King segir efnahagshorfur slæmar og séu þær álíka slæmar og árið 1997. Ritstjóri viðskiptafrétta hjá breska ríkisútvarpinu segir þetta svartsýnustu ummæli sem hann hafi heyrt frá seðlabankastjóranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×