600 blaðamenn á frumsýningu Renault 31. janúar 2008 09:56 Renault frumsýnir formlega nýjan keppnisbíl sinn í París í dag, en í gær gafst kostendum og velunnurum liðsins færi á að sjá bílinn með eigin augum. Reyndar hefur bílnum þegar verið ekið á æfingum á Jerez brautinni á Spáni undir handleiðslu Fernando Alonso og fleiri ökumanna. Þannig að frumsýningin bílsins stendur kannski ekki alveg undir nafni sem slík. Um 600 blaðamenn eru á kynningu Renaulti í París og verður þétt setinn bekkurinn þegar hulunni verður formlega svipt af 2008 bíl Renault. Alonso er að sjálfsögðu á staðnum og liðsfélagi hans og keppinautur, Brasilíumaðurinn Nelson Piquet. Flavio Briatore hefur látið í veðri vaka að keppnislið verði að hafa ökumann númer eitt og tvö, þannig að annar sé mikilvægari en hinn. Alonso varð tvívegis heimsmeistari með Renault, en sveik síðan lit og fór til McLaren. Þar mætti hann mikilli andstöðu, eftir að hafa heimtað að fá betri þjónustu en Lewis Hamilton. Hann yfirgaf liðið eftir að hafa uppfyllt eitt ár af þriggja ára samningi og Heikki Kovalainen kom í hans stað. Piquet hefur látið í veðri vaka að hann ætli sér engan veginn að vera undirtylla Alonso í mótum ársins, en faðir hans er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ber sama nafn, Nelson Piquet. Formúla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Renault frumsýnir formlega nýjan keppnisbíl sinn í París í dag, en í gær gafst kostendum og velunnurum liðsins færi á að sjá bílinn með eigin augum. Reyndar hefur bílnum þegar verið ekið á æfingum á Jerez brautinni á Spáni undir handleiðslu Fernando Alonso og fleiri ökumanna. Þannig að frumsýningin bílsins stendur kannski ekki alveg undir nafni sem slík. Um 600 blaðamenn eru á kynningu Renaulti í París og verður þétt setinn bekkurinn þegar hulunni verður formlega svipt af 2008 bíl Renault. Alonso er að sjálfsögðu á staðnum og liðsfélagi hans og keppinautur, Brasilíumaðurinn Nelson Piquet. Flavio Briatore hefur látið í veðri vaka að keppnislið verði að hafa ökumann númer eitt og tvö, þannig að annar sé mikilvægari en hinn. Alonso varð tvívegis heimsmeistari með Renault, en sveik síðan lit og fór til McLaren. Þar mætti hann mikilli andstöðu, eftir að hafa heimtað að fá betri þjónustu en Lewis Hamilton. Hann yfirgaf liðið eftir að hafa uppfyllt eitt ár af þriggja ára samningi og Heikki Kovalainen kom í hans stað. Piquet hefur látið í veðri vaka að hann ætli sér engan veginn að vera undirtylla Alonso í mótum ársins, en faðir hans er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ber sama nafn, Nelson Piquet.
Formúla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira