Viðskipti innlent

Nova boðar harðnandi samkeppni á farsímamarkaði

Nova húsið Lágmúla 9.
Nova húsið Lágmúla 9.

Samskiptafyrirtækið Nova býður fría farsímanotkun að eitt þúsund krónum á mánuði þeim 3G farsímaeigendum sem skrá sig í viðskipti til fyrirtækisins í eitt ár. Þá er öllum sem kaupa 3G farsíma hjá Nova boðið að nota símann endurgjaldslaust fyrir tvö þúsund krónur á mánuði þegar gengið er til liðs við fyrirtækið.

Þeir sem ekki eiga 3G síma en flytja viðskipti sín yfir til Nova er boðið tvö þúsund króna frí notkun á mánuði. Þannig fá viðskiptavinir allt frá 12-24 þúsund krónur fríar í símanotkun í eitt ár. Þá er netnotkun í farsímum frí til 1. júní 2008.

„Það er kominn tími á virka samkeppni á farsímamarkaði," segir Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri Nova. Hún segir muninn á GSM og 3G farsímaþjóustu liggja fyrst og fremst í meiri afkastagetu og auknum hraða 3G.

„Þar sem Nova sérhæfir sig í 3G farsímaþjónustu getur félagið boðið mun lægra verð en samkeppnisaðilarnir," segir hún.

Nova tók til starfa 1. desember síðastliðinn og hefur lagt áherslu á að bjóða lægra verð á 3G farsíma- og netþjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×