Sjö breytingar hafa verið gerðar á byrjunarliði íslenska landsliðsins sem mætir Möltu í kvöld. Leikurinn er liður í æfingamóti sem stendur yfir á Möltu en sjö leikmenn sem byrjuðu í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi um helgina eru í ekki í byrjunarliði kvöldsins.
Aron Einar Gunnarsson, Theodór Elmar Bjarnason og Bjarni Þór Viðarsson eru þar á meðal en þeir eru farnir yfir í U21 landsliðið sem leikur gegn Kýpur á miðvikudag.
Leikur Möltu og Íslands hefst 18:45. Bæði liðin töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferð, Íslendingar fyrir Hvít Rússum og Malta fyrir Armeníu. Ísland og Malta hafa mæst tólf sinnum í A landsleik karla og hafa Íslendingar þar yfirhöndina. Ísland hefur farið níu sinnum með sigur af hólmi.
Bjarni Guðjónsson, leikmaður ÍA, verður með fyrirliðabandið í kvöld en hér að neðan má sjá byrjunarliðið:
Byrjunarliðið (4-5-1):
Markvörður: Fjalar Þorgeirsson
Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Vinstri bakvörður: Hjálmar Jónsson
Miðverðir: Atli Sveinn Þórarinsson og Ragnar Sigurðsson
Tengiliðir: Bjarni Guðjónsson fyrirliði, Davíð Þór Viðarsson og Pálmi Rafn Pálmason
Hægri kantur: Baldur Aðalsteinsson
Vinstri kantur: Eyjólfur Héðinsson
Framherji: Gunnar Heiðar Þorvaldsson