Innlent

Enn ekki búið að skipa nýjan stjórnarformann REI

Enn hefur ekki verið skipaður stjórnarformaður REI frá því nýr borgarstjórnarmeirihluti tók við völdum í lok janúar.

Bjarni Ármannsson sagði upp stjórnarformennsku hjá fyrirtækinu í byrjun desember og lauk störfum um mánaðarmótin. Stjórn REI hefur verið umboðslaus frá því fyrri borgarstjórnarmeirihluti sprakk í október síðastliðnum og hefur því ekki getað tekið neinar ákvarðanir varðandi framtíð fyrirtækisins.

Þá á eftir að kjósa í stjórn REI sem gert verður á hluthafafundi. Að sögn Guðmundar Þóroddssonar, forstjóra REI, hefur ekki verið boðað til stjórnarfundar á næstunni. Ekki náðist í Kjartan Magnússon stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur fyrir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×