Innlent

FL tjáir sig ekki um REI skýrslu

Hannes Smárason var forstjóri FL Group og stjórnarformaður GGE þegar REI málið kom upp.
Hannes Smárason var forstjóri FL Group og stjórnarformaður GGE þegar REI málið kom upp.

Halldór Kristmannsson upplýsingafulltrúi FL Group segist ekki hafa séð REI skýrsluna og vill kynna sér efni hennar áður en hann tjáir sig um hana.

Eins og fram hefur komið á Vísi er það álit stýrihóps Svandísar Svavarsdóttur að hagmsunir utanaðkomandi aðila á borð við FL Group hafi verið of ráðandi í samrunaferli REI og Geysir Green Energy.

Í skýrslunni segir jafnframt að það sé vandséð hver hafi haldið um hagsmuni Orkuveitunnar í því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×