Innlent

Fundur hafinn hjá borgarráði

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Borgarráðsfundur hófst nú klukkan hálftíu. Þar var ætlunin að fara yfir skýrslu stýrihóps um málefni Reykjavik Energy Invest. Ekki liggur fyrir hversu langur fundurinn verður en unnið hefur verið að því að leggja lokahönd á skýrsluna síðustu daga.

Eins og fram kom á Vísi í gær kemur meðal annars fram í skýrslunni það álit stýrihópsins að aðkoma utanaðkomandi hagsmunaaðila á borð við FL Group við ákvarðanir í REI-málinu hafi verið mikil og jafnvel ráðandi.

Þá segir: ,,Ljóst er bæði af ferlinu eins og það liggur fyrir en ekki síður af vinnu stýrihópsins að engan veginn lá fyrir hvert væri umboð stjórnarmanna, fulltrúa eigenda eða stjórnenda til að taka stórar ákvarðanir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×