Innlent

Menn gætu verið dregnir til ábyrgðar

Ólafur Friðrik Magnússon borgarstjóri.
Ólafur Friðrik Magnússon borgarstjóri.

Ólafur Friðrik Magnússon borgarstjóri útilokar ekki að menn verði dregnir ábyrgðar vegna REI-málsins. Svört skýrsla um málið var kynnt á fundi borgarráðs í dag og stendur fundur borgarráðs enn yfir. Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG tók í sama streng og borgarstjóri en hvorugt þeirra vildi nefna nein nöfn.

Ólafur og Svandís vildu ekkert segja þegar þau voru spurð að því hvort að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, eða einhver úr stjórn Orkuveitunnar þyrfti að segja af sér vegna málsins.

Vísir hefur REI-skýrsluna undir höndum. Á meðal þess sem þar kemur fram er það álit stýrihópsins að aðkoma utanaðkomandi hagsmunaaðila á borð við FL Group við ákvarðanir í REI-málinu hafi verið mikil og jafnvel ráðandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×