Innlent

Eðlilegra að óháður hópur hefði skoðað REI málið

Sigurður Líndal
Sigurður Líndal

„Ég hefði talið eðlilegt að óháður hópur manna hefði skoðað þetta mál,“ segir Sigurður Líndal, prófessor emeritus við lagadeild Háskóla Íslands, um stýrihópinn sem skilaði af sér skýrslu um REI-málið í dag.

Í skýrslunni kemur fram að hún sé málamiðlun milli fulltrúa í stýrihópnum en væri annars með öðru sniði með orðum hvers og eins. Þar er sagt að hópurinn hafi farið bil beggja í orðalagi, áherslum og pólitískum niðurstöðum en var þó sammála um að leggja afar ríka áherslu á sameiginlega niðurstöðu vegna mikilvægis málsins.

Í ljósi þess telur Sigurður að ef óháður hópur hefði farið í saumana á þessu máli hefði það styrkt niðurstöðuna og gert hana enn trúverðugri.

Nefndin var skipuð fulltúrum allra borgarstjórnarflokkanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×