Innlent

"Vinir verða alltaf vinir"

Haukur Leósson erfir ekki endalok sín í Orkuveitunni við aldavin sinn Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson.
Haukur Leósson erfir ekki endalok sín í Orkuveitunni við aldavin sinn Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson.

Haukur Leósson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, hefur ekki séð skýrslu stýrihóps um REI-málið og vildi ekki láta hafa neitt eftir sér þegar Vísir ræddi við hann í dag.

Haukur var látinn hætta sem stjórnarformaður þegar deilan um sameiningu REI og Geysir Green Energy stóð sem hæst og var það borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks, með Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, aldavin Hauks, í fararbroddi sem vék honum úr starfi. Aðspurður sagði Haukur að ekki hefði komið til vinslita hjá honum og Vilhjálmi eftir þetta.

"Vinir verða alltaf vinir en vissulega er sambandið öðruvísi eftir þetta atvik. Það vita hins vegar allir að hann var beittur þrýstingi af öðrum borgarfulltrúum þegar þessi ákvörðun var tekin," segir Haukur sem er í góðu sambandi við vin sinn Vilhjálm.

"Ég hef reyndar verið mikið í burtu, spilað golf og svoleiðis, og haft það gott," segir Haukur. "Ég ætlaði alltaf að hætta núna í júlí en það gerðist aðeins fyrr en ég átti von á."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×