Innlent

Ekkert athugavert við aðkomu FL Group

Halldór Kristmannsson
Halldór Kristmannsson

Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs FL Group, segir að félagið telji ekkert athugavert við aðkomu FL Group eða Geysis Green Energy í samningaviðræðum sínum við Reykjavik Energy Invest og Orkuveitu Reykjavikur eins og gefið sé til kynna í skýrslu stýrihóps Svandísar Svavarsdóttur.

FL Group er stærsti hluthafinn í Geysi með 43% eignarhlut og þrír starfsmenn félagsins eigi sæti í sjö manna stjórn Geysis.

Markmið samrunans var að mynda leiðandi félag á heimsvísu á sviði jarðvarma þar sem Orkuveita Reykjavíkur yrði stærsti hluthafinn með um 36% eignarhlut og hlutur FL Group um 27%.

Framlag FL Group til samrunans var eignarhlutur félagsins í Geysi, auk þess sem félagið hugðist leggja inn um 6 milljarða króna í reiðufé.

Framlag Orkuveitunnar var einungis í formi eignarhluts í REI en þar hafði umræddur þjónustusamningur gengt lykilhlutverki í mati á þeim verðmætum. Það er því ljóst að samrunaviðræður, gerð þjónustusamnings og annarra skjala var nátengt og fléttaðist saman í viðræðum á milli REI og Geysis.

Ljóst er að um umtalsverð verðmæti var að ræða sem Orkuveitan vildi fá viðurkennd sem eignarhlut inn í sameinaðu félagi.

Í ljósi þess er ekkert annað en eðlilegt að það mál væri skoðað gaumgæfilega af samningsaðilum og FL Group geti í því ljósi þess ekki talist utanaðkomandi aðili í þessu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×