Viðskipti erlent

Ráðherrar funda um efnahagshorfur

kira Amari, viðskiptaráðherra Japans, heilsar hér Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, þegar hún mætti til fundar í Tókýó í dag.
kira Amari, viðskiptaráðherra Japans, heilsar hér Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, þegar hún mætti til fundar í Tókýó í dag. Mynd/AFP

Fjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims eru nú staddir í Tókýó í Japan en þeir munu funda um dræmar efnahagshorfur á næstu mánuðum á morgun.

Reiknað er með að ráðherrarnir muni ræða um leiðir til að vinna gegn efnahagssamdrætti á alþjóðavísu og sporna gegn því að spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins rætist. Sjóðurinn spáir því að hagvöxtur fari úr 4,4 prósentum í 4,1 prósent. Gangi það eftir hefur hagvöxtur ekki verið minni í heil fimm ár, að sögn breska ríkisútvarpsins.

BBC hefur eftir Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, að þótt seðlabankar víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum og Bretlandi, hafi komið til móts við versnandi efnahagshorfur með stýrivaxtalækkunum og öðrum aðgerðum, þá séu aðstæður mismunandi eftir löndum. Í sumum tilfellum eigi stýrivaxtalækkun því ekki við. Hann er því talinn ófús til samstarfs, að mati BBC.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×